Geggjað að gönna Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. september 2019 07:00 Ég breytti ferðavenjum mínum í sumar. Skellti mér á rafmagnshlaupahjól og legg núna bílnum langt í burtu og þeysist um með myljandi þungarokk í eyrunum fram hjá umferð sem hreyfist á hraða snigilsins. Þetta er algjör snilldar ferðamáti en ofboðslega vona ég að aðrir fari ekki að apa eftir mér og þeim fáu sem geta skilið bílinn eftir, því Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þeim sem vilja og geta skilið bílinn eftir. Göngu- og hjólastígar eru flestir þröngir, hrikalega illa farnir og ósléttir með djúpum holum. Með haustinu, þegar rigningin bætist við, myndast pollar af því að ódýrasta tilboðinu var tekið. Og af því að ég vinn í miðbænum þá er nú ekki um auðugan rafmagnshjólagarð að gresja. Þar er maður eiginlega bara fyrir. Það heyrist stundum eitthvað frá stjórnmálamönnum borgarinnar um að það þurfi að breyta ferðavenjum og fleiri þurfi að taka strætó eða hjóla eða eitthvað þannig. Sem er fínt hjal en ekkert meir. Af hverju ætti maður að taka strætó sem situr í sömu umferðarsúpu og aðrir á einkabílnum? Af hverju ætti maður að skilja bílinn eftir þegar maður þarf að hjóla á stígum sem eru svo illa gerðir að það er borginni til skammar og svona er lengi hægt að telja. Því biðla ég til þeirra sem eru orðnir leiðir á að vera 70-90 mínútur heim til sín. Ekki gefast upp þó að þið vitið öll að þetta mun aldrei lagast. En bara ekki breyta ferðavenjum. Það er geggjað að gönna, eins og það heitir víst, á hlaupahjólinu sínu um hólótta og vonlausa en tóma stígana. Stígarnir verða fyrst stórhættulegir ef fleiri fara að nota þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ég breytti ferðavenjum mínum í sumar. Skellti mér á rafmagnshlaupahjól og legg núna bílnum langt í burtu og þeysist um með myljandi þungarokk í eyrunum fram hjá umferð sem hreyfist á hraða snigilsins. Þetta er algjör snilldar ferðamáti en ofboðslega vona ég að aðrir fari ekki að apa eftir mér og þeim fáu sem geta skilið bílinn eftir, því Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þeim sem vilja og geta skilið bílinn eftir. Göngu- og hjólastígar eru flestir þröngir, hrikalega illa farnir og ósléttir með djúpum holum. Með haustinu, þegar rigningin bætist við, myndast pollar af því að ódýrasta tilboðinu var tekið. Og af því að ég vinn í miðbænum þá er nú ekki um auðugan rafmagnshjólagarð að gresja. Þar er maður eiginlega bara fyrir. Það heyrist stundum eitthvað frá stjórnmálamönnum borgarinnar um að það þurfi að breyta ferðavenjum og fleiri þurfi að taka strætó eða hjóla eða eitthvað þannig. Sem er fínt hjal en ekkert meir. Af hverju ætti maður að taka strætó sem situr í sömu umferðarsúpu og aðrir á einkabílnum? Af hverju ætti maður að skilja bílinn eftir þegar maður þarf að hjóla á stígum sem eru svo illa gerðir að það er borginni til skammar og svona er lengi hægt að telja. Því biðla ég til þeirra sem eru orðnir leiðir á að vera 70-90 mínútur heim til sín. Ekki gefast upp þó að þið vitið öll að þetta mun aldrei lagast. En bara ekki breyta ferðavenjum. Það er geggjað að gönna, eins og það heitir víst, á hlaupahjólinu sínu um hólótta og vonlausa en tóma stígana. Stígarnir verða fyrst stórhættulegir ef fleiri fara að nota þá.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun