Orðin ein og sér duga ekki Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 5. september 2019 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun