Innlent

Fíkniefnatíkin Freyja fann amfetamín

Lögreglubíll.
Lögreglubíll.
Fíkniefnatíkin Freyja fann nokkur grömm af amfetamíni í bifreið sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði í hefðbundnu umferðareftirliti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kviknaði grunur strax um að parið í bifreiðinni hefði óhreint mjöl í pokahorninu. Um var að ræða þekkta afbrotamenn af höfuðborgarsvæðinu.

Ökumaður bifreiðarinnar, kona á fertugsaldri er grunuð um að aka bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna. Karlmaður sem var með henni í för, og er einnig á fertugsaldri, reyndi að losa sig við kannabisefni, sem hann hafði undir höndum, í lögreglubifreiðinni.

Í kjölfarið var leitað í bifreið parsins. Ekkert fannst í fyrstu. Þegar Freyja, fíkniefnahundur lögreglunnar á Blönduósi, var látin leita í bifreiðinni gaf hún til kynna að fíkniefni væru falin í innréttingu bifreiðarinnar.

Eftir töluverða leit og fyrirhöfn fannst ætlað amfetamín í poka sem vó nokkur grömm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×