Burt með fátæktina Sveinn Kristinsson skrifar 4. mars 2020 13:30 Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun