Burt með fátæktina Sveinn Kristinsson skrifar 4. mars 2020 13:30 Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun