Hugverk eða tréverk Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2019 07:00 Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal annars orðið til þess að íslenskt leikhús er metnaðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu. Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistarmaður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt. Opinber stuðningur við list hefur verið stefna stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og annarrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bóksalar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tónlistarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn. Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagnstekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskattur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent. Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hugverk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir, fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að ræða. Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig; bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu sem listin veitir okkur. Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær, sanngjörn og hið besta mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal annars orðið til þess að íslenskt leikhús er metnaðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu. Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistarmaður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt. Opinber stuðningur við list hefur verið stefna stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og annarrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bóksalar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tónlistarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn. Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagnstekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskattur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent. Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hugverk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir, fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að ræða. Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig; bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu sem listin veitir okkur. Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær, sanngjörn og hið besta mál.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun