Erlent

Enn mótmælt í Bandaríkjunum

Visir/AFP
Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York.

Kviðdómur ákvað á dögunum að ákæra ekki í málinu og þótt að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hafi lýst því yfir í gær að rannsókn yrði hafin á málinu kom allt fyrir ekki, og þúsundir streymdu út á götur New York og annrra stórborga landsins.

Mótmælendurnir segjast fullvissir um að húðlitur hafi skipt máli þegar atvikið átti sér stað en maðurinn sem lést, Eric Garner, var svartur en lögreglumaðurinn er hvítur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×