Nei eða já Brynhildur Björnsdóttir skrifar 8. apríl 2011 07:00 "Nei eða já, nú eða þá, aldrei mér tekst að taka af skarið, vakin og sofin er, velti þér endalaust fyrir mér...“ Hvern hefði grunað að þessir þankar sem Stjórnin kastaði á níunda áratugnum fram fyrir Evrópu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ættu eftir að vera slík áhrínsorð fyrir íslenska þjóð. Og nú, sem þá, bíður Evrópa af samsvarandi ákafa eftir því að niðurstaða komist í Nei eða já Íslendinga. Sem sagt: ekkert sérstaklega miklum. Það er örugglega ofmetið að ætla að allir helstu fjármálamenn, hagfræðingar og siðspekingar Evrópu og heimsins alls bíði með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu í kosningum morgundagsins. Njá eða jei er örugglega ekki mesta hitamálið á kaffistofum í Finnlandi eða Madríd; jafnvel í Englandi og Amsterdam eru fótbolti og veðrið margfalt líklegri umræðuefni en niðurstöður kosninganna á Íslandi á morgun. Samt er ekki þar með sagt að þetta séu ekki mikilvægar kosningar. Á morgun er kosið um stríð eða frið, lög eða sið, og þjóðin skiptist í tvær fylkingar, eða eins og segir í lagi með Evrópuförunum í hljómsveitinni Módel: "Andstæður – þú og ég“. Og niðurstöður þessara kosninga eiga mögulega eftir að vekja athygli út fyrir landsteinana og hafa einhver áhrif á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. "Hvert mannsbarn skuldar heila milljón,“ segir í lagi af Hrekkjusvínaplötunni frá 1977. Það er ekkert nýtt að skuldir landsfeðranna komi niður á börnum. Fyrir nú utan það að íslensk börn skulda svo miklu meira en milljón nú þegar. Hvort það er réttlátt er álitamál. Aðallega eru þetta þó skuldir sem stofnað var til í nafni okkar sem þjóðar og í því nafni þarf að greiða þær. Við erum ekki andstæður, við erum samstæður og samábyrg þegar yfirvöld sem við kjósum yfir okkur gera skuldbindingar. Meira að segja þótt við höfum ekkert kosið þau sjálf. Ef formaður húsfélagsins dettur í það fyrir peningana sem átti að nota til að borga iðnaðarmönnunum situr húsfélagið uppi með skuldina. Ekki iðnaðarmennirnir. Jafnvel þótt fólkið á fyrstu hæðinni hafi ekkert fengið í sitt glas nema kannski flatskjá. En hvað um allt þetta. Á morgun kemst loksins einhver niðurstaða í þetta blessaða mál og kannski ræður sú niðurstaða einhverju um það hvort við lendum í sjötta eða sextánda sæti í Evrópu. Eða dettum hreinlega úr keppni. Er það ekki annars það sem málið snýst um? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
"Nei eða já, nú eða þá, aldrei mér tekst að taka af skarið, vakin og sofin er, velti þér endalaust fyrir mér...“ Hvern hefði grunað að þessir þankar sem Stjórnin kastaði á níunda áratugnum fram fyrir Evrópu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ættu eftir að vera slík áhrínsorð fyrir íslenska þjóð. Og nú, sem þá, bíður Evrópa af samsvarandi ákafa eftir því að niðurstaða komist í Nei eða já Íslendinga. Sem sagt: ekkert sérstaklega miklum. Það er örugglega ofmetið að ætla að allir helstu fjármálamenn, hagfræðingar og siðspekingar Evrópu og heimsins alls bíði með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu í kosningum morgundagsins. Njá eða jei er örugglega ekki mesta hitamálið á kaffistofum í Finnlandi eða Madríd; jafnvel í Englandi og Amsterdam eru fótbolti og veðrið margfalt líklegri umræðuefni en niðurstöður kosninganna á Íslandi á morgun. Samt er ekki þar með sagt að þetta séu ekki mikilvægar kosningar. Á morgun er kosið um stríð eða frið, lög eða sið, og þjóðin skiptist í tvær fylkingar, eða eins og segir í lagi með Evrópuförunum í hljómsveitinni Módel: "Andstæður – þú og ég“. Og niðurstöður þessara kosninga eiga mögulega eftir að vekja athygli út fyrir landsteinana og hafa einhver áhrif á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. "Hvert mannsbarn skuldar heila milljón,“ segir í lagi af Hrekkjusvínaplötunni frá 1977. Það er ekkert nýtt að skuldir landsfeðranna komi niður á börnum. Fyrir nú utan það að íslensk börn skulda svo miklu meira en milljón nú þegar. Hvort það er réttlátt er álitamál. Aðallega eru þetta þó skuldir sem stofnað var til í nafni okkar sem þjóðar og í því nafni þarf að greiða þær. Við erum ekki andstæður, við erum samstæður og samábyrg þegar yfirvöld sem við kjósum yfir okkur gera skuldbindingar. Meira að segja þótt við höfum ekkert kosið þau sjálf. Ef formaður húsfélagsins dettur í það fyrir peningana sem átti að nota til að borga iðnaðarmönnunum situr húsfélagið uppi með skuldina. Ekki iðnaðarmennirnir. Jafnvel þótt fólkið á fyrstu hæðinni hafi ekkert fengið í sitt glas nema kannski flatskjá. En hvað um allt þetta. Á morgun kemst loksins einhver niðurstaða í þetta blessaða mál og kannski ræður sú niðurstaða einhverju um það hvort við lendum í sjötta eða sextánda sæti í Evrópu. Eða dettum hreinlega úr keppni. Er það ekki annars það sem málið snýst um?