Körfubolti

Pálína: Tilfinningin er alltaf jafngóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir liði Keflavíkur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 61-51 sigri í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

"Tilfinningin er alltaf jafngóð," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn. "Þetta var besti leikurinn okkar í úrslitaeinvíginu og í kvöld náðum við loksins að sýna okkur besta andlit. Flestum stelpunum í okkar liði dauðlangaði í sumarfrí í kvöld," sagði Pálína.

"Njarðvík er með hörkulið og þær hefðu alveg eins getað unnið okkur. Við vorum heppnar í fyrsta leiknum, áttum svo fínan annan leikhluta í leik númer tvö og svo vorum við bara með þetta í kvöld. Þetta leit út fyrir að vera burst í byrjun en við vissum samt allveg að NJarðvík myndi koma til baka," sagði Pálína sem átti frábæran leik og endaði með 17 stig og 7 fráköst.

"Ég var ákveðin í kvöld því mig langaði í sumarfrí. Ef við hefðum tapað í kvöld þá hefði ég þurft að fara á æfingu í fyrramálið," sagði Pálína sem var að verða Íslandsmeistari í fjórða sinn á síðustu sex árum. "Þetta er bara æðislegt og tilfinning sem er ekki hægt að lýsa," sagði Pálína en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×