Innlent

Vigdís ætlar ekki gegn Birki

Breki Logason skrifar
Vigdís Hauksdóttir tilkynnti á flokksþinginu að hún gefur ekki kost á sér til varaformennsku
Vigdís Hauksdóttir tilkynnti á flokksþinginu að hún gefur ekki kost á sér til varaformennsku
Vigdís Hauksdóttir þingmaður framsóknarflokksins ætlar ekki að gefa formlega kost á sér til varaformennsku í flokknum. Þetta tilkynnti Vigdís á flokksþingi sem nú fer fram á Hótel Sögu fyrir stundu. Hún minnti þó á að allir framsóknarmenn séu kjörgengi en enn sem komið er hefur enginn lýst yfir mótframboði gegn sitjandi formanni og varaformanni, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Birki Jóni Jónssyni.

Vigdís segist þó hafa velt fyrir sér að bjóða sig fram en eftir að hafa farið yfir stöðuna hafi þetta verið niðurstaðan. Aðspurð hversvegna þetta hefði verið niðurstaðan segist Vigdís vilja gefa tiltölulega nýkjörinni forystu tækifæri og nefnir að einungis séu tvö ár síðan núverandi forysta var kosin. Hún segir flokksmenn vilja standa saman og vinna að því að ná upp fylgi flokksins að nýju.

Kosið verður í embætti formanns og varaformanns á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×