Fréttaskýring: Var símtal Árna dýrasti misskilningur Íslandssögunnar? Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 8. desember 2008 15:49 Það er athyglisvert að hvorki Árni Mathiesen fjármálaráðherra eða Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra eiga til minnismiða í fórum sínum um Icesave fundi sína og samtöl við breska ráðamenn. Vitað er að bresk stjórnvöld höfðu mikinn áhuga á að setja Icesave inn í breskt dótturfélag í haust þegar vitað var að hverju stefndi með íslenska bankakerfið. Icesave-klúðrið mun kosta okkur að minnsta kosti 250 milljarða kr. að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er þá tekið tillit til þess fjármagns sem fæst af væntanlegri sölu eigna Landsbankans í náinni framtíð. Sumir segja að lokareikningurinn gæti orðið allt að 400 milljarðar kr.. Það má því segja að Icesave sé stærsta einstaka klúðrið sem komið hefur íslensku þjóðinni í þá skítastöðu sem hún er í núna. Bæði hvað varðar mikla skuldsetingu ríkissjóðs sem og orðspor landsins í heild á erlendum vettvangi. En ráðherrarnir eiga enga minnismiða af samskiptum sínum við bresk stjórnvöld um Icesave sem er næstum glæpsamlegt þegar umfang málsins er haft í huga. Nú síðast svaraði Árni Mathiesen fjármálaráðherra fyrirspurn um málið á alþingi frá Siv Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins. Svar hans er tvíþætt. Í fyrsta lagi segir ráðherrann að hann hafi ekki haft hugmynd um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að stofnunin væri tilbúin að standa að flýtimeðferð á Icesave inn í breskt dótturfélag gegn 200 milljón punda greiðslu inn á Tryggingarsjóð innistæðueigenda í Bretlandi. Hinsvegar var Árni spurður um hvað ráðherra væri að vísa í með eftirfarandi tilsvari í símtali við Alistair Darling fjármálatráðherra Breta: Darling: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?" Ráðherra: „Já, þeir fengu ekki það fé." „Óskað er eftir því að ráðherra birti í svarinu minnisblöð sem tengjast þessu tilsvari.Fjármálaráðherra taldi að fjármálaráðherra Breta væri að vísa til fyrirgreiðslu sem Landsbankinn hefði farið fram á í Seðlabanka Íslands en ekki fengið.Ráðherra hefur engin minnisblöð um það mál," segir í svari Árna við fyrispurn Sifjar. Áður hefur komið fram að megninefni fundar Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Alistair Darling þann 2. september s.l. var að æskilegt væri að færa Icesave-innistæðureikninga Landsbankans í London í breskt dótturfélag. Þetta kom fram í annari fyrirspurn Sivjar til viðskiptaráðherra í síðasta mánuði. Í frétt á visir.is þann 24. nóvember segir að í svari Björgvins komi fram að hann hafi ekki tekið saman formlegt minnisblað um fundinn. Báðir þessir ráðherra eru alls ekki starfi sínu vaxnir ef þeir halda ekki til haga öllum atriðum sem koma upp á fundum og eða samtölum við erlenda ráðherra og ráðamenn. Og þá sérstaklega í mikilvægum málum eins og Icesave. Ásgeir Friðrgeirsson blaðafulltrúi þeirra Björgólfsfeðga segir að til séu alveg skotheldar upplýsingar um að bresk stjórnvöld lögðu fram tilboð um að koma Icesave í breskt dótturfélag í september s.l. gegn því að greiddar yrðu 200 milljónir punda, eða um 40 milljarðar kr. inn á Tryggingareikninginn í Bretlandi. Ásgeir segir ennfremur að Landsbankamenn hafi komið þessum skilaboðum til réttra aðila innan íslenska stjórnkerfisins. Réttir aðilar hafi verið upplýstir um málið en ekkert gerðist. Og þá vaknar spurningin, hvaða ráðherrar aðrir hafa ekki minnismiða um tilboð bresku stjórnarinnar í fórum sínum? Svo má segja að athyglisverður vinkill sé á samtali Árna og Alistairs Darling. Hann er sá að Árni hafi ekki skilið hvað Darling var að fara í fyrrgreindu samtali því á sama tíma var Björgólfur Thor að falast eftir neyðarláni til Landsbankans upp á 200 milljónir evra hér heima. Getur það verið að Árni hafi talið að Darling væri að ræða það mál. Og ekki kveikt á perunni þegar Darling spyr hann síðar í samtalinu hvort hann geri sér grein fyrir hvað þetta þýði mikinn álitishnekki fyrir Ísland. Ef svo er mun þetta samtal fara í sögubækurnar sem dýrustu mistök fyrr og síðar á Íslandi. Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Það er athyglisvert að hvorki Árni Mathiesen fjármálaráðherra eða Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra eiga til minnismiða í fórum sínum um Icesave fundi sína og samtöl við breska ráðamenn. Vitað er að bresk stjórnvöld höfðu mikinn áhuga á að setja Icesave inn í breskt dótturfélag í haust þegar vitað var að hverju stefndi með íslenska bankakerfið. Icesave-klúðrið mun kosta okkur að minnsta kosti 250 milljarða kr. að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er þá tekið tillit til þess fjármagns sem fæst af væntanlegri sölu eigna Landsbankans í náinni framtíð. Sumir segja að lokareikningurinn gæti orðið allt að 400 milljarðar kr.. Það má því segja að Icesave sé stærsta einstaka klúðrið sem komið hefur íslensku þjóðinni í þá skítastöðu sem hún er í núna. Bæði hvað varðar mikla skuldsetingu ríkissjóðs sem og orðspor landsins í heild á erlendum vettvangi. En ráðherrarnir eiga enga minnismiða af samskiptum sínum við bresk stjórnvöld um Icesave sem er næstum glæpsamlegt þegar umfang málsins er haft í huga. Nú síðast svaraði Árni Mathiesen fjármálaráðherra fyrirspurn um málið á alþingi frá Siv Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins. Svar hans er tvíþætt. Í fyrsta lagi segir ráðherrann að hann hafi ekki haft hugmynd um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að stofnunin væri tilbúin að standa að flýtimeðferð á Icesave inn í breskt dótturfélag gegn 200 milljón punda greiðslu inn á Tryggingarsjóð innistæðueigenda í Bretlandi. Hinsvegar var Árni spurður um hvað ráðherra væri að vísa í með eftirfarandi tilsvari í símtali við Alistair Darling fjármálatráðherra Breta: Darling: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?" Ráðherra: „Já, þeir fengu ekki það fé." „Óskað er eftir því að ráðherra birti í svarinu minnisblöð sem tengjast þessu tilsvari.Fjármálaráðherra taldi að fjármálaráðherra Breta væri að vísa til fyrirgreiðslu sem Landsbankinn hefði farið fram á í Seðlabanka Íslands en ekki fengið.Ráðherra hefur engin minnisblöð um það mál," segir í svari Árna við fyrispurn Sifjar. Áður hefur komið fram að megninefni fundar Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Alistair Darling þann 2. september s.l. var að æskilegt væri að færa Icesave-innistæðureikninga Landsbankans í London í breskt dótturfélag. Þetta kom fram í annari fyrirspurn Sivjar til viðskiptaráðherra í síðasta mánuði. Í frétt á visir.is þann 24. nóvember segir að í svari Björgvins komi fram að hann hafi ekki tekið saman formlegt minnisblað um fundinn. Báðir þessir ráðherra eru alls ekki starfi sínu vaxnir ef þeir halda ekki til haga öllum atriðum sem koma upp á fundum og eða samtölum við erlenda ráðherra og ráðamenn. Og þá sérstaklega í mikilvægum málum eins og Icesave. Ásgeir Friðrgeirsson blaðafulltrúi þeirra Björgólfsfeðga segir að til séu alveg skotheldar upplýsingar um að bresk stjórnvöld lögðu fram tilboð um að koma Icesave í breskt dótturfélag í september s.l. gegn því að greiddar yrðu 200 milljónir punda, eða um 40 milljarðar kr. inn á Tryggingareikninginn í Bretlandi. Ásgeir segir ennfremur að Landsbankamenn hafi komið þessum skilaboðum til réttra aðila innan íslenska stjórnkerfisins. Réttir aðilar hafi verið upplýstir um málið en ekkert gerðist. Og þá vaknar spurningin, hvaða ráðherrar aðrir hafa ekki minnismiða um tilboð bresku stjórnarinnar í fórum sínum? Svo má segja að athyglisverður vinkill sé á samtali Árna og Alistairs Darling. Hann er sá að Árni hafi ekki skilið hvað Darling var að fara í fyrrgreindu samtali því á sama tíma var Björgólfur Thor að falast eftir neyðarláni til Landsbankans upp á 200 milljónir evra hér heima. Getur það verið að Árni hafi talið að Darling væri að ræða það mál. Og ekki kveikt á perunni þegar Darling spyr hann síðar í samtalinu hvort hann geri sér grein fyrir hvað þetta þýði mikinn álitishnekki fyrir Ísland. Ef svo er mun þetta samtal fara í sögubækurnar sem dýrustu mistök fyrr og síðar á Íslandi.
Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira