Lífið

Rétt missti af því að syngja fyrir Beyoncé

Jakob Bjarnar skrifar
Margrét Pálmadóttir var þess albúin að fara með þrjátíu kvenna kór til að syngja fyrir Jay-Z og Beyoncé en það var slegið af á síðustu stundu.
Margrét Pálmadóttir var þess albúin að fara með þrjátíu kvenna kór til að syngja fyrir Jay-Z og Beyoncé en það var slegið af á síðustu stundu. Vísir/Hari/Getty
Jay-Z varð 45 ára í gær og var afmælisveisla haldin honum til heiðurs og munu tæplega 30 manna hópur nánustu vina og ættingja hafa fagnað áfanganum með honum. Hvar, er hins vegar ekki vitað. Til stóð að Kvennakór færi til að syngja fyrir þennan fræga tónlistarmann en ekkert varð úr því.

„Ég missti því af því að syngja fyrir Beyonce. Það hefði verið æðislegt. Ég hef oft farið til að syngja fyrir einhverja svona fræga, og held náttúrlega kjafti yfir því, en hún er náttúrlega súperstjarna," segir Margrét Pálmadóttir, söngkona og kórstjóri, kát og hress að vanda, þó hún hafi misst af þessu tækifæri. 

Hún segir að sá sem sá um þetta hafi farið fram á algjöran trúnað, og svo mikil var leyndin að Margrét vissi ekki einu sinni hver það var sem stóð til að syngja afmælissönginn fyrir. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir á. „Þau hafa fengið einhvern annan pakka og ég sé ekkert að því að kjafta frá þessu núna, fyrst þetta var slegið af. En, ég fagna því að blessaður maðurinn hafi fengið svona jólalegt og gott veður í gær. Ekkert slær út náttúruna okkar.“

Það sem vekur einkum athygli við komu hinna mjög svo frægu hjóna er leyndin sem hefur verið um för þeirra og samkvæmt heimildum Vísis furða þeir sem sjá um erlenda myndabanka sig á því hversu fáar myndir berast frá Íslandi. Sú er ekki venjan, hvar sem þau fara vekja þau mikla athygli. Og virðast Íslendingar almennt standa saman um að virða friðhelgi stjörnuparsins í hvívetna. Er fáheyrt að svo fáar fréttir birtist af svo frægu fólki þegar það leggur land undir fót.

Einhverjir erlendir paparazzi-ljósmyndarar munu hafa komið til landsins vegna afmælis Jay-Z og þá hefur Vísir óstaðfestar heimildir fyrir því að TMZ, vefur sem sérhæfir sig í fréttum af fræga fólkinu hringt á Geysi til að forvitnast um ferðir þeirra en það var skellt á slúðurblaðamennina sem varla náðu að bera upp erindið, svo mikið sem.


Tengdar fréttir

Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu

Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember.

Beyoncé birtir fallega skýjamynd

Telja aðdáendur söngkonunnar víst að Beyoncé hafi tekið myndina til að heiðra minningu Doris Rowland, móður Kelly Rowland.

„Látið þau í friði!“

Fjöldi fólks biðlar til fjölmiðla og ljósmyndara að láta hjónin Beyoncé og Jay Z í friði.

Sjáðu Beyoncé og Jay Z við Skógafoss

Vísir getur staðfest að poppstjarnan Beyoncé og eiginmaður hennar Jay Z eru stödd hér á landi. Mynd náðist af þeim ganga úr svartri þyrlu við Skógafoss.

Aðför að sjálfsmynd þjóðar

Víðtæk reiði og jafnvel bræði hefur brotist út við sárasakleysislegum fréttum af Beyoncé og Jay-Z.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.