Karl Marx hafði rétt fyrir sér Bjarni Jónsson skrifar 5. desember 2014 00:00 Í öllum hinum vestræna heimi hafa útgjöld hins opinbera aukist á liðnum áratugum með svipuðum hætti og á Íslandi, eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Aukningin er mest í öðru en grunnstoðum samfélagsins. Nýjar stofnanir, stofur og sjóðir eru settir á fót sem sífellt krefjast meira fjármagns. Opinber útgjöld hækka án þess að við finnum mikið fyrir því, en safnast upp eftir því sem árin og áratugir líða. Raunaukning gjalda hins opinbera hefur verið um 3,8% á ári síðustu 33 ár. Árið 1980 voru útgjöld kr. 383.000 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, á verðlagi 2013 (sjá mynd). Að meðaltali hafa útgjöldin aukist um kr. 16.500 í hverjum einasta mánuði frá janúar 1980 til desember 2013, og voru þá orðin kr. 852.000. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa útgjöldin aukist úr 34% 1980 í 44% 2013.Hvers vegna aukast útgjöldin? Það fjölgar hlutfallslega stöðugt í hópi opinberra starfsmanna. Þeir kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir sem gæta hagsmuna þeirra, en hagsmunirnir felast einmitt í meiri útgjöldum, meiri lífeyrisskuldbindingum og meira starfsöryggi. Þessir fulltrúar eru gjarnan á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir flokkar sjá sig síðan knúna til að haga stefnu sinni á sama hátt, eigi þeir að fá atkvæði frá þessum stækkandi hópi. Útgjaldaaukning er hjá öllum ríkisstjórnum, hvergi er niðurskurður (sjá mynd). Fjórða valdið, fjölmiðlar, gagnrýna sjaldnast aukin útgjöld, en gagnrýna nær alltaf hugmyndir um minnkun útgjalda. Af fréttaflutningi mætti ætla að sífellt væri verið að skera niður. Fyrirsögnin „Kerfið brást“ er vinsæl. Þeir sem tala fyrir aðhaldi í rekstri eru úthrópaðir og uppnefndir. Starfsfólk hinna fjölmörgu stofnana og stofa ríkis og sveitarfélaga, sem ekki teljast til grunnstoða samfélagsins, standa vörð um störf sín. Öllum hugmyndum um aðhald er kröftuglega mótmælt. Fjölmiðlar taka undir mótmælin og lýsa því neyðarástandi sem muni skapast. Hægt og rólega hefur samfélagið þróast eins og samkvæmt náttúrulögmáli í átt að auknum opinberum rekstri, eins og Karl Marx spáði.Hver er afleiðingin? Eftir því sem opinber útgjöld aukast dregur úr mætti og nýsköpun efnahagslífsins. Gömul stórfyrirtæki verða allsráðandi. Til að örva atvinnulífið vilja vinstri menn veita skattfé til atvinnulífsins í gegnum sjóði, undir slagorðum eins og græna hagkerfið og skapandi greinar. Engum dettur í hug að létta skattbyrðar á fyrirtæki og einstaklinga almennt, þó að til lengri tíma litið skilaði það þróttmeira atvinnulífi, hærri launum og meiri skatttekjum. Lítill hvati er til að auka tekjur eða taka áhættu. Ef einstaklingur hættir eigin fé í rekstur fyrirtækis, og greiðir sér arð ef vel gengur, greiðir hann (og fyrirtækið) sama hlutfall í skatt eins og um laun væri að ræða. Af hverju ætti einhver að taka slíka áhættu? Jaðaráhrif skatta gera ávinning af meiri vinnu launamanna hverfandi. Svört starfsemi eykst. Erfiðara verður fyrir ríki og sveitarfélög að afla tekna. Skuldir aukast og útgjöld til vaxtagreiðslna. Hætta er á óðaverðbólgu þar sem ríkið freistast til að prenta peninga. Samfélagið verður ósamkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Lífskjör versna, ekki mjög hratt, en hægt og örugglega. Fólk venst á að krefja hið opinbera um lausnir á hvers kyns viðfangsefnum, og að það beri alfarið og óskoraða ábyrgð á velferð þess. Frumkvæði og áræðni hverfur. Samfélagið staðnar, líkt og í Austur-Evrópu, Sovétríkjunum og á Kúbu forðum.Hvað er til ráða? Því miður eru engin ráð til. Baráttan er töpuð. Að vinda ofan af opinbera kerfinu er pólitískt ekki hægt. Ein hugmynd sem myndi virka væri að svipta ríkisstarfsmenn atkvæðisrétti vegna hagsmunatengsla. Slíkar hugmyndir hafa þó varla hljómgrunn. Við munum, eins og öll vestræn ríki, sigla hægt en örugglega í algjöra stöðnun. Mörg Evrópusambandsríki eru komin langt á þeirri vegferð, Bandaríkin heldur styttra. Það mun gerast hjá okkur eftir 20-30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Í öllum hinum vestræna heimi hafa útgjöld hins opinbera aukist á liðnum áratugum með svipuðum hætti og á Íslandi, eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Aukningin er mest í öðru en grunnstoðum samfélagsins. Nýjar stofnanir, stofur og sjóðir eru settir á fót sem sífellt krefjast meira fjármagns. Opinber útgjöld hækka án þess að við finnum mikið fyrir því, en safnast upp eftir því sem árin og áratugir líða. Raunaukning gjalda hins opinbera hefur verið um 3,8% á ári síðustu 33 ár. Árið 1980 voru útgjöld kr. 383.000 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, á verðlagi 2013 (sjá mynd). Að meðaltali hafa útgjöldin aukist um kr. 16.500 í hverjum einasta mánuði frá janúar 1980 til desember 2013, og voru þá orðin kr. 852.000. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa útgjöldin aukist úr 34% 1980 í 44% 2013.Hvers vegna aukast útgjöldin? Það fjölgar hlutfallslega stöðugt í hópi opinberra starfsmanna. Þeir kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir sem gæta hagsmuna þeirra, en hagsmunirnir felast einmitt í meiri útgjöldum, meiri lífeyrisskuldbindingum og meira starfsöryggi. Þessir fulltrúar eru gjarnan á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir flokkar sjá sig síðan knúna til að haga stefnu sinni á sama hátt, eigi þeir að fá atkvæði frá þessum stækkandi hópi. Útgjaldaaukning er hjá öllum ríkisstjórnum, hvergi er niðurskurður (sjá mynd). Fjórða valdið, fjölmiðlar, gagnrýna sjaldnast aukin útgjöld, en gagnrýna nær alltaf hugmyndir um minnkun útgjalda. Af fréttaflutningi mætti ætla að sífellt væri verið að skera niður. Fyrirsögnin „Kerfið brást“ er vinsæl. Þeir sem tala fyrir aðhaldi í rekstri eru úthrópaðir og uppnefndir. Starfsfólk hinna fjölmörgu stofnana og stofa ríkis og sveitarfélaga, sem ekki teljast til grunnstoða samfélagsins, standa vörð um störf sín. Öllum hugmyndum um aðhald er kröftuglega mótmælt. Fjölmiðlar taka undir mótmælin og lýsa því neyðarástandi sem muni skapast. Hægt og rólega hefur samfélagið þróast eins og samkvæmt náttúrulögmáli í átt að auknum opinberum rekstri, eins og Karl Marx spáði.Hver er afleiðingin? Eftir því sem opinber útgjöld aukast dregur úr mætti og nýsköpun efnahagslífsins. Gömul stórfyrirtæki verða allsráðandi. Til að örva atvinnulífið vilja vinstri menn veita skattfé til atvinnulífsins í gegnum sjóði, undir slagorðum eins og græna hagkerfið og skapandi greinar. Engum dettur í hug að létta skattbyrðar á fyrirtæki og einstaklinga almennt, þó að til lengri tíma litið skilaði það þróttmeira atvinnulífi, hærri launum og meiri skatttekjum. Lítill hvati er til að auka tekjur eða taka áhættu. Ef einstaklingur hættir eigin fé í rekstur fyrirtækis, og greiðir sér arð ef vel gengur, greiðir hann (og fyrirtækið) sama hlutfall í skatt eins og um laun væri að ræða. Af hverju ætti einhver að taka slíka áhættu? Jaðaráhrif skatta gera ávinning af meiri vinnu launamanna hverfandi. Svört starfsemi eykst. Erfiðara verður fyrir ríki og sveitarfélög að afla tekna. Skuldir aukast og útgjöld til vaxtagreiðslna. Hætta er á óðaverðbólgu þar sem ríkið freistast til að prenta peninga. Samfélagið verður ósamkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Lífskjör versna, ekki mjög hratt, en hægt og örugglega. Fólk venst á að krefja hið opinbera um lausnir á hvers kyns viðfangsefnum, og að það beri alfarið og óskoraða ábyrgð á velferð þess. Frumkvæði og áræðni hverfur. Samfélagið staðnar, líkt og í Austur-Evrópu, Sovétríkjunum og á Kúbu forðum.Hvað er til ráða? Því miður eru engin ráð til. Baráttan er töpuð. Að vinda ofan af opinbera kerfinu er pólitískt ekki hægt. Ein hugmynd sem myndi virka væri að svipta ríkisstarfsmenn atkvæðisrétti vegna hagsmunatengsla. Slíkar hugmyndir hafa þó varla hljómgrunn. Við munum, eins og öll vestræn ríki, sigla hægt en örugglega í algjöra stöðnun. Mörg Evrópusambandsríki eru komin langt á þeirri vegferð, Bandaríkin heldur styttra. Það mun gerast hjá okkur eftir 20-30 ár.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun