Tónlist

Skálmöld með níu tilnefningar

Freyr Bjarnason skrifar
Skálmöld hlýtur níu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Skálmöld hlýtur níu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Hljómsveitin Skálmöld fær flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár, eða níu talsins. Tilkynnt var um það í Hörpu fyrir stundu. Reggísveitin Amabadama kemur þar á eftir með sex tilnefningar.

GusGus hlýtur fimm tilnefningar og þar á eftir koma Prins Póló og Mono Town með fjórar tilnefningar hvor. Hljómsveitirnar Valdimar, Grísalappalísa og Nýdönsk fá svo þrjár tilnefningar hver.

Í djass- og blús fær hlýtur Stórsveit Reykjavíkur flestar tilnefningar, eða fimm talsins. Þar á eftir fylgja ASA trio, ADHD og Sigurður Flosason með fjórar tilnefningar en plata Sigurðar Flosasonar, Tveir heimar, er jafnframt tilnefnd sem Plata ársins í opnum flokki.

Í flokki sígildrar og samtímatónlistar er uppsetning Íslensku óperunnar á Don Carlo tilnefnd sem Tónlistarviðburður ársins og þau Kristinn Sigmundsson, Oddur Arnór Jónsson, Hanna Dóra Sturludóttir og Helga Rós Indriðadóttir eru öll tilnefnd sem Söngvari / Söngkona ársins

fyrir frammistöðu sína í uppfærslunni.

Anna Þorvaldsdóttir hlýtur alls þrjár tilnefningar alls fyrir Plötu ársins (Aerial), Tónverk ársins (Trajectories) og sem Tónhöfundur ársins. Verk Atla Heimis Sveinssonar, Hér vex enginn sítrónuviður er tilnefnt sem tónverk ársins, Atli Heimir er jafnframt tilnefndur sem Tónhöfundur ársins og Hanna Dóra Sturludóttir er tilnefnd sem Söngkona ársins, m.a. fyrir söng í sama verki.

Daníel Bjarnason er tilnefndur sem Tónhöfundur ársins fyrir verkin Blow Bright og Ek ken di nag og Ek ken di nag er jafnframt tilnefnt sem Tónverk ársins. Jóhann Jóhannson er tilnefndur sem Tónhöfundur ársins fyrir tónlist við kvikmyndina The Theory of Everything, samnefnd plata er jafnframt tilnefnd sem Plata ársins í opnum flokki og Jóhann sjálfur er tilnefndur fyrir upptökustjórn.

Á meðal tónlistarviðburða ársins er hin einstaka tónleikaröð Sumartónleikar í Skálholti sem er elsta og jafnframt ein virtasta tónlistarhátíð landsins og hefur verið haldin á hverju sumri frá stofnun árið 1975.

Tilnefningar í flokkunum Bjartasta vonin, Coca Cola plata ársins, Plötuumslag ársins og Tónlistarmyndband ársins verða birtar síðar.

ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN 2014

Allar tilnefningar

POPP OG ROKK

Plata ársins Rokk

In The Eye Of The Storm - Mono Town

Með vættum - Skálmöld

Ótta - Sólstafir

Rökrétt framhald - Grísalappalísa

Skálmöld og Sinfó-  Skálmöld og Sinfó

Plata ársins Popp

Batnar útsýnið - Valdimar

Heyrðu mig nú - AmabAdamA

Mexico Gus - Gus

Sorrí Prins - Póló

Silkidrangar - Samaris

Lag ársins Rokk

ABC eftir Grísalappalísu og Baldur Baldursson af plötunni Rökrétt framhald með Grísalappalísu

Að hausti eftir Skálmöld og Snæbjörn Ragnarsson af plötunni Með vættum með Skálmöld

Ótta eftir Sólstafi af plötunni Ótta með Sólstöfum

Peacemaker eftir Börk Hrafn Birgisson, Daða Birgisson og Bjarka Sigurðsson af plötunni In

The Eye Of The Storm með Mono Town

Siblings eftir Oyama og Úlf Alexander Einarsson, Júlíu Hermannsdóttur og Berg Thomas

Anderson af plötunni Coolboy með Oyama

Lag ársins Popp

Color Decay eftir Unnar Gísla Sigurmundsson í flutningi Júníusar Meyvant

Crossfade eftir Gus Gus af plötunni Mexico með Gus Gus

Hossa hossa eftir Magnús Jónsson, Steinunni Jónsdóttur og Sölku Sól Eyfeld af plötunni

Heyrðu mig nú með AmabAdamA

Nýr maður eftir Nýdönsk, Björn Jörund Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson af plötunni

Diskó Berlín með Nýdönsk

París norðursins eftir Svavar Pétur Eysteinsson í flutningi Prins Póló úr kvikmyndinni París

norðursins

Söngvari ársins

Ásgeir

Bjarki Sigurðsson (Mono Town)

Daníel Ágúst

Jökull Júlíusson (Kaleo)

Valdimar Guðmundsson

Söngkona ársins

Bjartey Sveinsdóttir (Ylja)

Gígja Skjaldardóttir (Ylja)

Ragnheiður Gröndal

Salka Sól Eyfeld (AmabAdamA)

Sigríður Thorlacius

Tónlistarflytjandi ársins

AmabAdamA

Dimma

Grísalappalísa

Skálmöld

Skálmöld og Sinfó

Tónlistarviðburður ársins

ATP Iceland

Eistnaflug

Frumflutningur Þjóðlagsins “Ísland” á RÚV

Iceland Airwaves

Skálmöld og Sinfó í Eldborg

Textahöfundur ársins

Björn Jörundur Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson (Nýdönsk)

Magnús Jónsson og Steinunn Jónsdóttir (AmabAdamA)

Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld)

Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló)

Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson (Valdimar)

Lagahöfundur ársins

Magnús Jónsson (AmabAdamA)

Gus Gus

Mono Town

Skálmöld

Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló)

DJASS OG BLÚS



Tónverk ársins

By Myself All Alone eftir Sigurð Flosason af plötunni The Eleventh Hour með Sigurði

Flosasyni

Heima eftir Ástvald Zenki Traustason af plötunni Hljóð með Ástvaldi Zenki Traustasyni

Íslendingur í Alhambrahöll eftir

Stefán S. Stefánsson af plötunni Íslendingur í Alhambrahöll með Stórsveit Reykjavíkur

Stuð eftir Agnar Má Magnússon af plötunni Craning með ASA trio

Sveðjan eftir ADHD af plötunni ADHD 5

Plata ársins

5 - ADHD

525 - Gunnar Gunnarsson

Craning ASA trio

The Eleventh Hour - Sigurður Flosason

Íslendingur í Alhambrahöll - Stórsveit Reykjavíkur

Tónhöfundur ársins

ADHD

ASA trio

Sigurður Flosason

Snorri Sigurðarson

Stefán S. Stefánsson

Tónlistarflytjandi ársins

ADHD

ASA trio

Samúel Jón Samúelsson

Sigurður Flosason

Stórsveit Reykjavíkur

Tónlistarviðburður ársins

Blúshátíð Reykjavíkur

Jazzhátíð Reykjavíkur

Stórsveit Reykjavíkur og Stefán S. Stefánsson í Kaldalóni

SÍGILD- OG SAMTÍMATÓNLIST



Plata ársins

Aerial - Anna Þorvaldsdóttir

Aría - Gissur Páll Gissurarson

Fantasíur fyrir einleiksfiðlu eftir G. P. Telemann - Elfa Rún Kristinsdóttir

The Negotiation of Context - Davíð Brynjar Franzson

Transfigurato - Kristinn Árnason

Tónverk ársins

Ár á a streng eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur

Ek ken di nag eftir Daníel Bjarnason

Hér vex enginn sítrónuviður eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Gyrðis Elíassonar

Klarinettukonsert eftir Svein Lúðvík Björnsson

Trajectories eftir Önnu Þorvaldsdóttur

Tónhöfundur ársins

Anna Þorvaldsdóttir

Atli Heimir Sveinsson

Daníel Bjarnason

Hildur Guðnadóttir

Jóhann Jóhannsson

Tónlistarflytjandi ársins

Einar Jóhannesson

Kammersveit Reykjavíkur og Hanna Dóra Sturludóttir

Nordic Affect

Sigurgeir Agnarsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir

Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónlistarviðburður ársins

Reykjavik Midsummer Music

Sumartónleikar í Skálholti

Tónleikahald í Mengi

Uppsetning Íslensku óperunnar á Don Carlo

Þýsk sálumessa eftir Brahms Söngsveitin

Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar

Ævintýraóperan Baldursbrá

Söngvari ársins

Elmar Gilbertsson

Kristinn Sigmundsson

Oddur Arnór Jónsson

Ólafur Kjartan Sigurðsson

Jón Svavar Jósefsson

Söngkona ársins

Hallveig Rúnarsdóttir

Hanna Dóra Sturludóttir

Helga Rós Indriðadóttir

Hildigunnur Einarsdóttir

Þóra Einarsdóttir

OPINN FLOKKUR



Plata ársins

Kiasmos – Kiasmos

Night Without Moon – Byzantine Silhouette

Saman – Hildur Guðnadóttir

Revolution In The Elbow Of Ragnar Agnarsson Furniture Painter – Ívar Páll Jónsson

Temperaments – Kippi Kaninus

The Theory Of Everything – Jóhann Jóhannsson

Tveir heimar – Sigurður Flosason

Upptökustjóri ársins

Axel Árnason Fyrir upptökur á plötunni Með vættum með Skálmöld

GusGus Fyrir upptökur á plötunni Mexico með GusGus

Friðfinnur Sigurðsson Fyrir upptökur á plötunni Silkidrangar með Samaris

Jóhann Jóhannsson Fyrir upptökur á plötunni The Theory Of Everything

Valgeir Sigurðsson Fyrir upptökur á plötunni Aurora með Ben Frost








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.