Innlent

Tveir karlmenn á morðvettvangi ömuðust við ljósmyndara

Tveir karlmenn sem virtust tengjast ökumanninum, sem kom akandi með lík í farangursgeymslunni upp á Landspítalann í Fossvogi í kvöld, voru á vettvangi þegar ljósmyndara fréttastofunnar bar að.

Þá virðist sem svo að einhver orðaskipti hafi átt sér stað á milli þeirra og ljósmyndara á staðnum. Lögreglan ræddi svo við mennina, sem voru tveir, báðir á þrítugsaldri. Þeir fóru svo með lögreglunni af vettvangi.

Ekki er ljóst með hvaða hætti mennirnir tengdust ökumanninum, sem nú er í haldi lögreglunnar fyrir að hafa myrt rétt rúmlega tvítuga konu.

Maðurinn kom akandi upp á Landspítalann í Fossvogi á áttunda tímanum og lét starfsfólk vita að það væri manneskja, sem væri látin, í skotti bifreiðarinnar. Hann játaði svo að hafa orðið konunni að bana.

Maðurinn er sjálfur litlu eldri en konan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×