Lífið

Gaga hjálpar til við góðgerðarmál

Lady Gaga, söngkonan vinsæla, tróð upp á góðgerðartónleikum í New York á mánudagskvöld og aðstoðaði við að safna 47 milljónum dollara til styrktar góðu málefni.

Eins kaldhæðnislega og það kann að hljóma heitir góðgerðarsjóðurinn sem réð Lady Gaga til verksins Hrói höttur og eru það helst bankamenn sem greiða himinháar upphæðir fyrir að sitja á besta stað og hlýða á heimsfrægar poppstjörnur.

Hápunkturinn var hins vegar uppboð sem Fergie úr Black Eyed Peas stóð fyrir en sá sem bauð hæst fékk að semja lag og taka það upp með samstarfsfélaga hennar úr hljómsveitinni, Will I.Am.

Meðal annarra sem komu fram voru Tony Bennett og Kid Rock og úti í sal voru þau Sarah Jessica Parker, Michael J. Fox, Naomi Watts og Gisele Bundchen.

Að lokum má geta þess að öll söfnunin rann til styrktar sérstökum samtökum sem styðja við og hjálpa fátæku fólki í New York-ríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.