Hún hafnaði í fjórða sæti í forkeppninni með 7,47 í einkunn, en gerði sér lítið fyrir og kom sér á pall í A-úrslitum, lokaskor 7,59 og þriðja sætið.
„Nú brosi ég, þetta var gaman. Ég var að vona að þetta gengi vel, maður er búinn að vera að æfa sig á fullu,“ sagði Aðalheiður Anna eftir forkeppnina.
Sýningin var vel uppbyggð, samband knapa og hests úrval, en Aðalheiður Anna sýndi meðal annars opinn sniðgang á brokki og tölti, taumur gefinn á brokki, slöngulínur á stökki, áttu á brokki og alls kyns hraðabreytingar.
„En erfiðasta æfingin sem ég geri er líklega lokaður sniðgangur á skálínu,“ sagði Aðalheiður Anna.
Óskar frá Breiðstöðum er í eigu knapans, ungur, 1. verðlauna klárhestur, sem Aðalheiður Anna segir einstaklega skemmtilegt að vinna með og þjálfa.
Sýningu Aðalheiðar Önnu og Óskars í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23
2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91
3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59
4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49
5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48
6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31