Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru ekki í hópnum en þeir fengu ekki leyfi frá félagsliðum sínum að fara með vegna meiðsla.
Þá er Kolbeinn Sigþórsson kominn aftur í hópinn eftir langa fjarveru. Hann hefur ekki enn spilað heilan mótsleik en eftir samtal við Cladio Ranieri, þjálfara Nantes, fékk Heimir leyfi á að fá Kolbein í hópinn til þess að íslensku þjálfararnir gætu borið hann augum og séð stöðuna.
Þá eru fimm markmenn í hópnum í þetta skipti og 6 miðverðir.
Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem horfa má á hér fyrir neðan.