Sportpakkinn: „Vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 15:37 KA/Þór komst síðast í undanúrslit bikarkeppninnar 2018. Þá tapaði liðið fyrir Haukum, sem eru einmitt andstæðingur þeirra í kvöld. vísir/bára Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
„Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30
Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00