Eiður snýr aftur fjórtán árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 5. desember 2014 06:30 Eiður Smári í leik með Bolton árið 1999. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, skrifaði í gær undir samning við enska B-deildarliðið Bolton, en hann hefur æft með því undanfarið og spilað tvo æfingaleiki með varaliði félagsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður Smári klæðist Bolton-treyjunni, en það var hjá Bolton sem ferill hans komst fyrir alvöru af stað fyrir 16 árum. Eiður hefur verið án liðs síðan hann sagði skilið við Club Brugge í Belgíu síðastliðið vor og því getur Bolton samið við hann utan félagaskiptagluggans. Honum er ætlað að fylla skörð miðjumannanna Marks Davies og Chung-Yong Lee sem báðir eru meiddir. „Nú þegar Mark Davies er fjarverandi og Chungy [Chung-Yong Lee] líklega frá fram í janúar töldum við að það væri þörf fyrir krafta hans,“ sagði Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, á blaðamannafundi í gær. Bolton-liðið hefur verið að rífa sig upp úr kjallara B-deildarinnar í síðustu leikjum, en eftir erfiða byrjun er það nú búið að vinna þrjá leiki af síðustu fjórum og gera eitt jafntefli. Það er komið með 21 stig og er í 18. sæti deildarinnar.Tryggði stig tvo leiki í röð Eftir að hafa meiðst illa hjá PSV og haldið heim og spilað með KR stutta stund sumarið 1998 fékk Eiður Smári samning hjá Bolton sama ár. Hann heillaði Colin Todd, þáverandi knattspyrnustjóra Bolton, nóg þó að hann vissi að það tæki tíma að koma Eiði í leikform. Fyrsti leikur hans fyrir Bolton var gegn Birmingham í september 1998. Hann kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri, en Arnar Gunnlaugsson var í byrjunarliðinu í þeim leik. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi spilaði ekki meira á árinu þar sem hann þurfti að komast í betra leikform. Arnar Gunnlaugsson var seldur til Leicester í janúar, en stuðningsmenn Bolton þurftu ekki að örvænta. Annar ljóshærður víkingur var að fara að láta að sér kveða. Eiður Smári spilaði næst 6. mars 1999 gegn Swindon og tryggði liðinu eitt stig í 3-3 jafntefli. Þremur dögum síðar endurtók hann leikinn; skoraði síðasta mark Bolton í 3-3 jafntefli gegn Barnsley. Þetta var upphafið af ástarsambandi Eiðs og stuðningsmanna liðsins, en Eiður spilaði í heildina 73 leiki fyrir Bolton á tveimur leiktíðum og skoraði 26 mörk.Gullárin Það sem gerðist næst vita flestir. Gianluca Vialli, þáverandi knattspyrnustjóri Chelsea, keypti hann fyrir fjórar milljónir punda og Eiður Smári myndaði frábært framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink. Fyrsta tímabilið skoruðu þeir samtals 33 mörk. Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla og deildabikarinn með Chelsea og spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeild Evrópu með Barcelona. Á sama tíma sló hann markametið hjá íslenska landsliðinu og bar fyrirliðabandið hjá Íslandi.Átta lið á átta árum Eftir dvölina hjá Barcelona hefur Eiður Smári komið víða við undanfarin átta ár. Hann fór til Monaco sumarið 2009 en var lánaður til Tottenham í byrjun árs 2010. Hann fór aftur til Englands til að spila með Stoke og Fulham áður en hann skrifaði undir hjá AEK í Aþenu. Hann spilaði svo tvö ár í Belgíu með Brugge-liðunum Cercle og Club en hefur sem fyrr segir verið samningslaus síðan í vor. Endurkoma Eiðs til Bolton og í fótboltann býr til áhugaverðan kost fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Eiður Smári sýndi á síðasta ári að hann nýtist landsliðinu mjög vel og er ekki útilokað að endurkoma sé á dagskrá þar líka.Eiður Smári ekki sá einiEiður Smári Guðjohnsen er ekki eina dæmið um íslenskan atvinnumann sem hefur snúið aftur til evrópsks liðs sem hann hafði spilað með áður. Pétur Pétursson hóf atvinnumannsferil sinn með hollenska liðinu Feyenoord og lék þar við góðan orðstír 1978 til 1981 þar sem hann skoraði 42 mörk í 69 leikjum. Pétur kom síðan aftur til Feyenoord og lék þar tímabilið 1984-85 eftir að hafa spilað í Belgíu í millitíðinni. Veigar Páll Gunnarsson lék með norska liðinu Stabæk 2004 til 2008 en sneri síðan aftur til liðsins sumarið 2009 eftir að hafa spilað í millitíðinni með franska liðinu Nancy. Heiðar Helguson spilaði með Watford 1999 til 2005 og skoraði 55 mörk í 175 deildarleikjum og snéri síðan aftur á láni frá QPR árið 2009. Fyrstu skref Þórðar Guðjónssonar í atvinnumennsku voru með Bochum á árunum 1993 til 1997 en hann sneri síðan aftur til Bochum 2002. Helgi Kolviðsson hóf bæði og endaði atvinnumannsferil sinn með austurríska liðinu SC Pfullendorf. Stefán Þór Þórðarson lék með sænska liðinu IFK Norrköping frá 2005 til 2007 og kláraði síðan atvinnumannsferillinn hjá liðinu sumarið 2009. Þetta er ekki tæmandi listi en það er ljóst að fleiri en Eiður Smári hafa fengið tækifæri til að „koma“ heim. Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári fór illa með færin Eiður Smári Guðjohnsen spilaði 90 mínútur fyrir U-21 árs lið Bolton Wanderers í kvöld. 1. desember 2014 21:04 Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45 Eiður spilaði í 75 mínútur með Bolton Klæddist Bolton-treyjunni á ný eftir fjórtán ára hlé. 25. nóvember 2014 17:07 Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00 Eiður Smári búinn að skrifa undir hjá Bolton Samdi til loka tímabilsins en óvíst er hvort hann fái leikheimild fyrir leik Bolton og Reading um helgina. 4. desember 2014 15:07 Lennon: Eiður hefur hæfileikana en formið er spurningamerki Knattspyrnustjóri Bolton býst allt eins við samkeppni um Eið Smára Guðjohnsen fyrst lið vita nú að hann hefur áhuga á að halda áfram að spila. 27. nóvember 2014 09:00 Ég elska karlmann - hann heitir Eiður Smári Stuðningsmaður Bolton gæti fengið draum sinn uppfylltan í vikunni ef Eiður Smári Guðjohnsen semur við félagið. 26. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, skrifaði í gær undir samning við enska B-deildarliðið Bolton, en hann hefur æft með því undanfarið og spilað tvo æfingaleiki með varaliði félagsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður Smári klæðist Bolton-treyjunni, en það var hjá Bolton sem ferill hans komst fyrir alvöru af stað fyrir 16 árum. Eiður hefur verið án liðs síðan hann sagði skilið við Club Brugge í Belgíu síðastliðið vor og því getur Bolton samið við hann utan félagaskiptagluggans. Honum er ætlað að fylla skörð miðjumannanna Marks Davies og Chung-Yong Lee sem báðir eru meiddir. „Nú þegar Mark Davies er fjarverandi og Chungy [Chung-Yong Lee] líklega frá fram í janúar töldum við að það væri þörf fyrir krafta hans,“ sagði Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, á blaðamannafundi í gær. Bolton-liðið hefur verið að rífa sig upp úr kjallara B-deildarinnar í síðustu leikjum, en eftir erfiða byrjun er það nú búið að vinna þrjá leiki af síðustu fjórum og gera eitt jafntefli. Það er komið með 21 stig og er í 18. sæti deildarinnar.Tryggði stig tvo leiki í röð Eftir að hafa meiðst illa hjá PSV og haldið heim og spilað með KR stutta stund sumarið 1998 fékk Eiður Smári samning hjá Bolton sama ár. Hann heillaði Colin Todd, þáverandi knattspyrnustjóra Bolton, nóg þó að hann vissi að það tæki tíma að koma Eiði í leikform. Fyrsti leikur hans fyrir Bolton var gegn Birmingham í september 1998. Hann kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri, en Arnar Gunnlaugsson var í byrjunarliðinu í þeim leik. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi spilaði ekki meira á árinu þar sem hann þurfti að komast í betra leikform. Arnar Gunnlaugsson var seldur til Leicester í janúar, en stuðningsmenn Bolton þurftu ekki að örvænta. Annar ljóshærður víkingur var að fara að láta að sér kveða. Eiður Smári spilaði næst 6. mars 1999 gegn Swindon og tryggði liðinu eitt stig í 3-3 jafntefli. Þremur dögum síðar endurtók hann leikinn; skoraði síðasta mark Bolton í 3-3 jafntefli gegn Barnsley. Þetta var upphafið af ástarsambandi Eiðs og stuðningsmanna liðsins, en Eiður spilaði í heildina 73 leiki fyrir Bolton á tveimur leiktíðum og skoraði 26 mörk.Gullárin Það sem gerðist næst vita flestir. Gianluca Vialli, þáverandi knattspyrnustjóri Chelsea, keypti hann fyrir fjórar milljónir punda og Eiður Smári myndaði frábært framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink. Fyrsta tímabilið skoruðu þeir samtals 33 mörk. Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla og deildabikarinn með Chelsea og spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeild Evrópu með Barcelona. Á sama tíma sló hann markametið hjá íslenska landsliðinu og bar fyrirliðabandið hjá Íslandi.Átta lið á átta árum Eftir dvölina hjá Barcelona hefur Eiður Smári komið víða við undanfarin átta ár. Hann fór til Monaco sumarið 2009 en var lánaður til Tottenham í byrjun árs 2010. Hann fór aftur til Englands til að spila með Stoke og Fulham áður en hann skrifaði undir hjá AEK í Aþenu. Hann spilaði svo tvö ár í Belgíu með Brugge-liðunum Cercle og Club en hefur sem fyrr segir verið samningslaus síðan í vor. Endurkoma Eiðs til Bolton og í fótboltann býr til áhugaverðan kost fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Eiður Smári sýndi á síðasta ári að hann nýtist landsliðinu mjög vel og er ekki útilokað að endurkoma sé á dagskrá þar líka.Eiður Smári ekki sá einiEiður Smári Guðjohnsen er ekki eina dæmið um íslenskan atvinnumann sem hefur snúið aftur til evrópsks liðs sem hann hafði spilað með áður. Pétur Pétursson hóf atvinnumannsferil sinn með hollenska liðinu Feyenoord og lék þar við góðan orðstír 1978 til 1981 þar sem hann skoraði 42 mörk í 69 leikjum. Pétur kom síðan aftur til Feyenoord og lék þar tímabilið 1984-85 eftir að hafa spilað í Belgíu í millitíðinni. Veigar Páll Gunnarsson lék með norska liðinu Stabæk 2004 til 2008 en sneri síðan aftur til liðsins sumarið 2009 eftir að hafa spilað í millitíðinni með franska liðinu Nancy. Heiðar Helguson spilaði með Watford 1999 til 2005 og skoraði 55 mörk í 175 deildarleikjum og snéri síðan aftur á láni frá QPR árið 2009. Fyrstu skref Þórðar Guðjónssonar í atvinnumennsku voru með Bochum á árunum 1993 til 1997 en hann sneri síðan aftur til Bochum 2002. Helgi Kolviðsson hóf bæði og endaði atvinnumannsferil sinn með austurríska liðinu SC Pfullendorf. Stefán Þór Þórðarson lék með sænska liðinu IFK Norrköping frá 2005 til 2007 og kláraði síðan atvinnumannsferillinn hjá liðinu sumarið 2009. Þetta er ekki tæmandi listi en það er ljóst að fleiri en Eiður Smári hafa fengið tækifæri til að „koma“ heim.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári fór illa með færin Eiður Smári Guðjohnsen spilaði 90 mínútur fyrir U-21 árs lið Bolton Wanderers í kvöld. 1. desember 2014 21:04 Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45 Eiður spilaði í 75 mínútur með Bolton Klæddist Bolton-treyjunni á ný eftir fjórtán ára hlé. 25. nóvember 2014 17:07 Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00 Eiður Smári búinn að skrifa undir hjá Bolton Samdi til loka tímabilsins en óvíst er hvort hann fái leikheimild fyrir leik Bolton og Reading um helgina. 4. desember 2014 15:07 Lennon: Eiður hefur hæfileikana en formið er spurningamerki Knattspyrnustjóri Bolton býst allt eins við samkeppni um Eið Smára Guðjohnsen fyrst lið vita nú að hann hefur áhuga á að halda áfram að spila. 27. nóvember 2014 09:00 Ég elska karlmann - hann heitir Eiður Smári Stuðningsmaður Bolton gæti fengið draum sinn uppfylltan í vikunni ef Eiður Smári Guðjohnsen semur við félagið. 26. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Eiður Smári fór illa með færin Eiður Smári Guðjohnsen spilaði 90 mínútur fyrir U-21 árs lið Bolton Wanderers í kvöld. 1. desember 2014 21:04
Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45
Eiður spilaði í 75 mínútur með Bolton Klæddist Bolton-treyjunni á ný eftir fjórtán ára hlé. 25. nóvember 2014 17:07
Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00
Eiður Smári búinn að skrifa undir hjá Bolton Samdi til loka tímabilsins en óvíst er hvort hann fái leikheimild fyrir leik Bolton og Reading um helgina. 4. desember 2014 15:07
Lennon: Eiður hefur hæfileikana en formið er spurningamerki Knattspyrnustjóri Bolton býst allt eins við samkeppni um Eið Smára Guðjohnsen fyrst lið vita nú að hann hefur áhuga á að halda áfram að spila. 27. nóvember 2014 09:00
Ég elska karlmann - hann heitir Eiður Smári Stuðningsmaður Bolton gæti fengið draum sinn uppfylltan í vikunni ef Eiður Smári Guðjohnsen semur við félagið. 26. nóvember 2014 09:00