Gefa út viðar-smáskífu sem verndargrip Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. desember 2014 10:30 Kira Kira þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir. Fréttablaðið/GVA „Þetta er viðarskífa sem þú getur haft um hálsinn eða hengt upp í gluggann eða utan um baksýnisspegilinn í bílnum, eins konar verndargripur. Síðan er tónlistin á kóða sem er prentaður í lokið á kassanum utan um verndargripinn,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira. Hún hefur nú gefið út óvenjulega smáskífu með bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo sem hægt er að nálgast í Mengi og í gegnum Kirakira.bandcamp.com.Skífan Hægt er að hafa skífuna um hálsinn.„Okkur langaði að gefa eitthvað út sem heiðraði alla þá góðu strauma sem við settum í verkin okkar tvö, Call it Mystery eftir mig og Perspective eftir Eskmo. Mér finnst smáskífan mjög heiðarlegt og flott útgáfuformat, það setur gott „spott“ ljós á tónlistina og býður líka upp á útgáfuryþma sem er mjög heilbrigður. Það er eitthvað fallegt við að hella öllu sem í manni býr í eitt lag og deila því svo tafarlaust með fólki,“ segir Kristín en skífurnar eru skornar úr lerkitré úr Heiðmörk. Hún muldi svo þrjár mismunandi týpur af kristöllum í útskurðinn en hún þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir aðstoðina. Eskmo og Kira Kira spiluðu saman á Airwaves í ár og tóku upp plötu í hljóðveri Alex Somers og Jónsa í Sigur Rós. „Við lokuðum okkur af í 15 tíma í hljóðveri þeirra í Þingholtunum en svo erum við líka með eitthvað af efni sem við tókum upp í Los Angeles í fyrrasumar og í síberískum sumarbústað í Hvalfirði,“ segir Kristín. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er viðarskífa sem þú getur haft um hálsinn eða hengt upp í gluggann eða utan um baksýnisspegilinn í bílnum, eins konar verndargripur. Síðan er tónlistin á kóða sem er prentaður í lokið á kassanum utan um verndargripinn,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira. Hún hefur nú gefið út óvenjulega smáskífu með bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo sem hægt er að nálgast í Mengi og í gegnum Kirakira.bandcamp.com.Skífan Hægt er að hafa skífuna um hálsinn.„Okkur langaði að gefa eitthvað út sem heiðraði alla þá góðu strauma sem við settum í verkin okkar tvö, Call it Mystery eftir mig og Perspective eftir Eskmo. Mér finnst smáskífan mjög heiðarlegt og flott útgáfuformat, það setur gott „spott“ ljós á tónlistina og býður líka upp á útgáfuryþma sem er mjög heilbrigður. Það er eitthvað fallegt við að hella öllu sem í manni býr í eitt lag og deila því svo tafarlaust með fólki,“ segir Kristín en skífurnar eru skornar úr lerkitré úr Heiðmörk. Hún muldi svo þrjár mismunandi týpur af kristöllum í útskurðinn en hún þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir aðstoðina. Eskmo og Kira Kira spiluðu saman á Airwaves í ár og tóku upp plötu í hljóðveri Alex Somers og Jónsa í Sigur Rós. „Við lokuðum okkur af í 15 tíma í hljóðveri þeirra í Þingholtunum en svo erum við líka með eitthvað af efni sem við tókum upp í Los Angeles í fyrrasumar og í síberískum sumarbústað í Hvalfirði,“ segir Kristín.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira