Vann fyrir Victoriu Beckham í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 09:30 Eydís Helena Evensen er að gera góða hluti í fyrirsætugeiranum í London. Hún vann meðal annars fyrir Victoriu Beckham og tók lagið með henni. fréttablaðið/valli „Ég vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og það var mjög magnað að hitta hana,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem hefur búið í London í haust. Hún hefur unnið sem Elite-fyrirsæta þar undanfarið og tekist á við ýmis áhugaverð verkefni. „Verkefnið fyrir Victoriu Beckham var svokallað „showroom“ fyrir nýju línuna hennar, sem virkar þannig að nokkrar fyrirsætur gengu um salinn og sýndu línuna hennar. Salurinn var fullur af kúnnum alls staðar að úr heiminum,“ útskýrir Eydís Helena, sem tók meira að segja lagið með frú Beckham baksviðs. „Það var mjög gaman, enda er ég dyggur aðdáandi Spice Girls,“ bætir Eydís Helena við létt í lundu. Hún hefur setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og ELLE UK vefsíðuna, fyrir utan Victoriu Beckham-verkefnið. „Þetta hefur verið virkilega áhugavert og ég hef öðlast mikla reynslu þarna úti. Fyrir Top Shop gerði ég sex tískumyndbönd sem munu birtast á vefsíðu Top Shop innan skamms,“ segir Eydís Helena. Verk hennar má einnig sjá á hinni vinsælu og virtu vefsíðu Urban Outfitters og einnig á vefsíðu Elle UK. „Ég fæ yfirleitt bara sms á kvöldin frá skrifstofunni sem segir til um hvað ég sé að fara gera daginn eftir. Það er spennandi og skemmtilegt,“ segir Eydís Helena aðspurð um hvernig verkefnin verði til.Vann fyrir Kryddpíuna Victoriu Beckham.NORDICPHOTOS/GETTYFyrir utan fyrirsætustörfin, spilar Eydís Helena á píanó og var hún ekki í vandræðum við að finna sér stað í London til þess að æfa sig á píanóið. „Einn daginn, þegar var ég að labba heim úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar koma áttræður maður til dyra og ég spurði hann hvort ég mætti æfa mig á píanóið hjá honum. Hann svaraði játandi og fór ég til hans nokkrum sinnum í viku og æfði mig,“ útskýrir Eydís Helena. Eydís Helena er stödd heima á Íslandi yfir hátíðirnar og er óviss hvert stefnan verði sett á næsta ári. „Mig langar að klára tónlistarnámið mitt á Íslandi eftir áramót en mér stendur til boða að fara að vinna í Mílanó í janúar, hjá Fashion Milan,“ útskýrir Eydís Helena. Ef hún heldur áfram í fyrirsætugeiranum eru næstu stoppustöðvarnar líklega París eða New York. „Það er auðvitað mjög spennandi og freistandi að halda áfram en mig langar að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“ RFF Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Ég vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og það var mjög magnað að hitta hana,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem hefur búið í London í haust. Hún hefur unnið sem Elite-fyrirsæta þar undanfarið og tekist á við ýmis áhugaverð verkefni. „Verkefnið fyrir Victoriu Beckham var svokallað „showroom“ fyrir nýju línuna hennar, sem virkar þannig að nokkrar fyrirsætur gengu um salinn og sýndu línuna hennar. Salurinn var fullur af kúnnum alls staðar að úr heiminum,“ útskýrir Eydís Helena, sem tók meira að segja lagið með frú Beckham baksviðs. „Það var mjög gaman, enda er ég dyggur aðdáandi Spice Girls,“ bætir Eydís Helena við létt í lundu. Hún hefur setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og ELLE UK vefsíðuna, fyrir utan Victoriu Beckham-verkefnið. „Þetta hefur verið virkilega áhugavert og ég hef öðlast mikla reynslu þarna úti. Fyrir Top Shop gerði ég sex tískumyndbönd sem munu birtast á vefsíðu Top Shop innan skamms,“ segir Eydís Helena. Verk hennar má einnig sjá á hinni vinsælu og virtu vefsíðu Urban Outfitters og einnig á vefsíðu Elle UK. „Ég fæ yfirleitt bara sms á kvöldin frá skrifstofunni sem segir til um hvað ég sé að fara gera daginn eftir. Það er spennandi og skemmtilegt,“ segir Eydís Helena aðspurð um hvernig verkefnin verði til.Vann fyrir Kryddpíuna Victoriu Beckham.NORDICPHOTOS/GETTYFyrir utan fyrirsætustörfin, spilar Eydís Helena á píanó og var hún ekki í vandræðum við að finna sér stað í London til þess að æfa sig á píanóið. „Einn daginn, þegar var ég að labba heim úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar koma áttræður maður til dyra og ég spurði hann hvort ég mætti æfa mig á píanóið hjá honum. Hann svaraði játandi og fór ég til hans nokkrum sinnum í viku og æfði mig,“ útskýrir Eydís Helena. Eydís Helena er stödd heima á Íslandi yfir hátíðirnar og er óviss hvert stefnan verði sett á næsta ári. „Mig langar að klára tónlistarnámið mitt á Íslandi eftir áramót en mér stendur til boða að fara að vinna í Mílanó í janúar, hjá Fashion Milan,“ útskýrir Eydís Helena. Ef hún heldur áfram í fyrirsætugeiranum eru næstu stoppustöðvarnar líklega París eða New York. „Það er auðvitað mjög spennandi og freistandi að halda áfram en mig langar að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“
RFF Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið