Réttarstaða fátækra barna á Íslandi Þóra Jónsdóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun