Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2013 15:12 Frá fyrstu Gay Pride göngu Úganda í ágúst 2012. Mynd/EPA Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Einnig gæti hver sem tilkynnir ekki samkynhneigða til lögreglunnar farið í fangelsi. Frumvarpið bannar einnig áróður eða réttindabaráttu samkynhneigðra. Frá þessu er sagt á vef BBC. Frumvarpið var upprunalega samið árið 2009 og þá mætti það hörðum viðbrögðum frá leiðtogum heimsins. Fréttaritari BBC segir að þingmenn geri sér grein fyrir því að aðrar þjóðir muni mótmæla frumvarpinu og jafnvel gæti Úganda orðið af þróunarhjálp vegna þess. Forseti landsins eigi þó eftir að skrifa undir frumvarpið áður en það verður að lögum. Upprunalega áttu sum brot, sem ólögráðaeinstaklingar tengdust og ef einstaklingar væru smitaðir af HIV, að vera refsiverð með dauða. Nú er þó búið að skipta dauðarefsingunni út fyrir lífstíðarfangelsi. Einnig samþykkti þingið í gær frumvarp gegn klámi, sem meðal annar bannar ýmiss tónlistarmyndbönd. Fréttaveita AFP hefur eftir þingmanninum David Bahati, sem lagði frumvarpið fram: „Þetta er mikill sigur fyrir Úganda. Ég er glaður yfir því að þingið hafi kosið gegn illsku.“ „Þar sem við erum guðhrædd þjóð, þá virðum við líf á heildrænan hátt. Það er vegna þeirra gilda sem þingið samþykkti frumvarpið, þrátt fyrir hvað umheiminum finnst.“ Stuðningsmenn frumvarpsins segja það nauðsynlegt til að verja hefðbundin fjölskyldugildi, sem þeir segja vera undir árásum réttindabaráttu hópa samkynhneigðra sem séu undir vestrænum áhrifum. Breskur eftirlaunaþegi í Úganda á yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm eftir að hafa verið ákærður fyrir að vera með myndband af samförum samkynhneigðra undir höndum. Þá hafði þjófur fundið myndbandið á stolinni fartölvu og látið lögreglu vita. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Einnig gæti hver sem tilkynnir ekki samkynhneigða til lögreglunnar farið í fangelsi. Frumvarpið bannar einnig áróður eða réttindabaráttu samkynhneigðra. Frá þessu er sagt á vef BBC. Frumvarpið var upprunalega samið árið 2009 og þá mætti það hörðum viðbrögðum frá leiðtogum heimsins. Fréttaritari BBC segir að þingmenn geri sér grein fyrir því að aðrar þjóðir muni mótmæla frumvarpinu og jafnvel gæti Úganda orðið af þróunarhjálp vegna þess. Forseti landsins eigi þó eftir að skrifa undir frumvarpið áður en það verður að lögum. Upprunalega áttu sum brot, sem ólögráðaeinstaklingar tengdust og ef einstaklingar væru smitaðir af HIV, að vera refsiverð með dauða. Nú er þó búið að skipta dauðarefsingunni út fyrir lífstíðarfangelsi. Einnig samþykkti þingið í gær frumvarp gegn klámi, sem meðal annar bannar ýmiss tónlistarmyndbönd. Fréttaveita AFP hefur eftir þingmanninum David Bahati, sem lagði frumvarpið fram: „Þetta er mikill sigur fyrir Úganda. Ég er glaður yfir því að þingið hafi kosið gegn illsku.“ „Þar sem við erum guðhrædd þjóð, þá virðum við líf á heildrænan hátt. Það er vegna þeirra gilda sem þingið samþykkti frumvarpið, þrátt fyrir hvað umheiminum finnst.“ Stuðningsmenn frumvarpsins segja það nauðsynlegt til að verja hefðbundin fjölskyldugildi, sem þeir segja vera undir árásum réttindabaráttu hópa samkynhneigðra sem séu undir vestrænum áhrifum. Breskur eftirlaunaþegi í Úganda á yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm eftir að hafa verið ákærður fyrir að vera með myndband af samförum samkynhneigðra undir höndum. Þá hafði þjófur fundið myndbandið á stolinni fartölvu og látið lögreglu vita.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira