Mikil goðsögn kveður þennan heim Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. desember 2014 10:30 Joe Cocker var þekktur fyrir skemmtilega sviðsframkomu. Nordicphotos/Getty Breski stórsöngvarinn Joe Cocker kvaddi þennan heim í fyrradag af völdum krabbameins, að sögn fréttastofu BBC. Hann fæddist árið 1944 og ólst upp í Sheffield á Englandi. Cocker hóf að láta að sér kveða á sjöunda áratug síðustu aldar og komst í fyrsta sæti breska vinsældalistans með flutning sinn á Bítlalaginu, With a Little Help From My Friends árið 1968. Hann söng einnig þekkt lög á borð You Are So Beautiful eftir Billy Preston og þá vann hann bæði til Óskarsverðlauna og Grammy-verðlauna árið 1983, þegar hann söng lagið Up Where We Belong, í dúett með söngkonunni Jennifer Warner. Cocker sendi frá sér yfir tuttugu hljóðversplötur á ferlinum og átti afar glæstan feril. Hann kom meðal annars fram í Laugardalshöll árið 2005. Hans síðustu tónleikar fóru fram í London í fyrra eftir vel heppnað tónleikaferðalag. Fjöldi þekktra tónlistarmanna vottaði honum virðingu sína á samfélagsmiðlunum og má þar nefna einstaklinga á borð við Steven Tyler úr Aerosmith, Bryan Adams og Bítilinn Ringo Starr. Hann komst í kynni við nokkra Íslendinga, þar á meðal þá Björgvin Halldórsson, Einar Bárðarson og Gunnlaug Briem.Einar Bárðarson.Mynd/TeiturEinar Bárðarson „Joe Cocker kom hingað til Íslands á mínum vegum og hélt tónleika í Laugardalshöll 1. september 2005. Tónleikarnir voru frábærir og stóðst hann væntingar aðdáenda sinna sem margir höfðu beðið síðan nítján hundruð sextíu og eitthvað til að berja hann augum. Mér er minnisstætt frábært viðtal sem Andrea Róbertsdóttir tók við hann á 1919 hótelinu fyrir Stöð 2. Hann var, eins og allar alvöru stjörnur eru, algjör öðlingur og vinsamlegur við alla hvort sem hann ræddi við rótarana, tónleikahaldarann eða aðdáendurna, allir voru jafnir. Við töluðum talsvert saman en samt ekkert meira en gengur og gerist með samskipti okkar tónleikahaldara við erlenda listamenn. Maður er til taks og skrafs og ráðagerða en maður er ekkert trufla fólk eða ónáða yfir smáhlutum. Hann áritaði fyrir mig mynd sem ljósmyndari Morgunblaðsins hafði tekið daginn fyrir tónleikana með sérstakri kveðju og þakklæti. Mér þótti vænt um það. Þessi einlæga auðmýkt og yfirvegun hafði áhrif á mig. Maður er aldrei of oft minntur á það að frekja, fordómar og yfirgangur eru smáborgaraleg hegðun og sæmir engum. Það er sannarlega gaman að hafa á ferlinum fengið tækifæri til að kynnast svona flottum söngvara og um leið að gefa Íslendingum tækifæri til að sjá hann syngja hérna heima. Blessuð sé minning hans en minningin, eins og rokkið, lifir!“Gulli Briem.Vísir/VilhelmGulli Briem „Joe Cocker og Mezzoforte léku á sama festivali í Sviss 1985. Það var magnað að fylgjast með kallinum á sviði sem baksviðs. Hann var að koma beint úr fangelsisdvöl fyrir óreglu og þaðan rakleiðis í gigg. Hann þurfti stuðning tveggja tröllvaxinna rótara til að komast inn á svið í gegnum æsta aðdáendur sem höfðu komist baksviðs, fyrir utan að vera talsvert við skál. En þegar Cocker byrjaði að syngja var ekki um að villast að þarna fór einn flottasti barki poppsögunnar. Við unglingarnir í Mezzo fylgdumst svo með þegar goðið vék sér bak við risa Marshall-magnarastæðu, kastaði hressilega upp í fötu sem rótari var með tilbúna, beint inn á svið aftur og kláraði lagið. Unaður að sjá svona menn að störfum eins og Rúnar Júlíusson hefði sagt.“Björgvin Halldórsson.Mynd/RósaBjörgvin Halldórsson „Ég var svo heppinn fyrir mörgum árum að hitta hann í borginni Lyon á ferð okkar frá Ítalíu. Þar sat hann í horninu á hótelinu okkar, Cour des loges og dreypti á vínglasi. Ég gaf mig á tal við hann þarna um kvöldið sem endaði með skemmtilegu spjalli til 5 um morguninn yfir viskíflösku. Við ræddum um allt milli himins og jarðar. Hann sagði mér margar sögur af kollegum sínum úr bransanum. Ég spurði hann sérstaklega um handahreyfingar hans sem þóttu mjög spastískar. Margir héldu að hann væri að spila á loftgítar, en það var ekki rétt. Hann byrjaði í bransanum sem trommari og þess vegna hreyfði hann höndina eins og hann gerði þegar hann söng. Hann var ljúfur og skemmtilegur maður sem var búinn að lifa rokkstjörnulífi frá frægðartíma hans á Woodstock. Hann var mjög viðkunnanlegur kall og sagðist vilja halda tónleika á Íslandi. Hann hafði áhrif á mig eins og allir þessir náungar frá þessum tíma. Þetta voru allt áhrifavaldar. Áhrifavaldur hans var Ray Charles eins og hjá mér. Joe var ljúflingur og minning hans mun lifa í gegnum tónlistina sem hann skilur eftir.“ Óskarinn Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Breski stórsöngvarinn Joe Cocker kvaddi þennan heim í fyrradag af völdum krabbameins, að sögn fréttastofu BBC. Hann fæddist árið 1944 og ólst upp í Sheffield á Englandi. Cocker hóf að láta að sér kveða á sjöunda áratug síðustu aldar og komst í fyrsta sæti breska vinsældalistans með flutning sinn á Bítlalaginu, With a Little Help From My Friends árið 1968. Hann söng einnig þekkt lög á borð You Are So Beautiful eftir Billy Preston og þá vann hann bæði til Óskarsverðlauna og Grammy-verðlauna árið 1983, þegar hann söng lagið Up Where We Belong, í dúett með söngkonunni Jennifer Warner. Cocker sendi frá sér yfir tuttugu hljóðversplötur á ferlinum og átti afar glæstan feril. Hann kom meðal annars fram í Laugardalshöll árið 2005. Hans síðustu tónleikar fóru fram í London í fyrra eftir vel heppnað tónleikaferðalag. Fjöldi þekktra tónlistarmanna vottaði honum virðingu sína á samfélagsmiðlunum og má þar nefna einstaklinga á borð við Steven Tyler úr Aerosmith, Bryan Adams og Bítilinn Ringo Starr. Hann komst í kynni við nokkra Íslendinga, þar á meðal þá Björgvin Halldórsson, Einar Bárðarson og Gunnlaug Briem.Einar Bárðarson.Mynd/TeiturEinar Bárðarson „Joe Cocker kom hingað til Íslands á mínum vegum og hélt tónleika í Laugardalshöll 1. september 2005. Tónleikarnir voru frábærir og stóðst hann væntingar aðdáenda sinna sem margir höfðu beðið síðan nítján hundruð sextíu og eitthvað til að berja hann augum. Mér er minnisstætt frábært viðtal sem Andrea Róbertsdóttir tók við hann á 1919 hótelinu fyrir Stöð 2. Hann var, eins og allar alvöru stjörnur eru, algjör öðlingur og vinsamlegur við alla hvort sem hann ræddi við rótarana, tónleikahaldarann eða aðdáendurna, allir voru jafnir. Við töluðum talsvert saman en samt ekkert meira en gengur og gerist með samskipti okkar tónleikahaldara við erlenda listamenn. Maður er til taks og skrafs og ráðagerða en maður er ekkert trufla fólk eða ónáða yfir smáhlutum. Hann áritaði fyrir mig mynd sem ljósmyndari Morgunblaðsins hafði tekið daginn fyrir tónleikana með sérstakri kveðju og þakklæti. Mér þótti vænt um það. Þessi einlæga auðmýkt og yfirvegun hafði áhrif á mig. Maður er aldrei of oft minntur á það að frekja, fordómar og yfirgangur eru smáborgaraleg hegðun og sæmir engum. Það er sannarlega gaman að hafa á ferlinum fengið tækifæri til að kynnast svona flottum söngvara og um leið að gefa Íslendingum tækifæri til að sjá hann syngja hérna heima. Blessuð sé minning hans en minningin, eins og rokkið, lifir!“Gulli Briem.Vísir/VilhelmGulli Briem „Joe Cocker og Mezzoforte léku á sama festivali í Sviss 1985. Það var magnað að fylgjast með kallinum á sviði sem baksviðs. Hann var að koma beint úr fangelsisdvöl fyrir óreglu og þaðan rakleiðis í gigg. Hann þurfti stuðning tveggja tröllvaxinna rótara til að komast inn á svið í gegnum æsta aðdáendur sem höfðu komist baksviðs, fyrir utan að vera talsvert við skál. En þegar Cocker byrjaði að syngja var ekki um að villast að þarna fór einn flottasti barki poppsögunnar. Við unglingarnir í Mezzo fylgdumst svo með þegar goðið vék sér bak við risa Marshall-magnarastæðu, kastaði hressilega upp í fötu sem rótari var með tilbúna, beint inn á svið aftur og kláraði lagið. Unaður að sjá svona menn að störfum eins og Rúnar Júlíusson hefði sagt.“Björgvin Halldórsson.Mynd/RósaBjörgvin Halldórsson „Ég var svo heppinn fyrir mörgum árum að hitta hann í borginni Lyon á ferð okkar frá Ítalíu. Þar sat hann í horninu á hótelinu okkar, Cour des loges og dreypti á vínglasi. Ég gaf mig á tal við hann þarna um kvöldið sem endaði með skemmtilegu spjalli til 5 um morguninn yfir viskíflösku. Við ræddum um allt milli himins og jarðar. Hann sagði mér margar sögur af kollegum sínum úr bransanum. Ég spurði hann sérstaklega um handahreyfingar hans sem þóttu mjög spastískar. Margir héldu að hann væri að spila á loftgítar, en það var ekki rétt. Hann byrjaði í bransanum sem trommari og þess vegna hreyfði hann höndina eins og hann gerði þegar hann söng. Hann var ljúfur og skemmtilegur maður sem var búinn að lifa rokkstjörnulífi frá frægðartíma hans á Woodstock. Hann var mjög viðkunnanlegur kall og sagðist vilja halda tónleika á Íslandi. Hann hafði áhrif á mig eins og allir þessir náungar frá þessum tíma. Þetta voru allt áhrifavaldar. Áhrifavaldur hans var Ray Charles eins og hjá mér. Joe var ljúflingur og minning hans mun lifa í gegnum tónlistina sem hann skilur eftir.“
Óskarinn Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira