Gruna vanskráningu á vinnuslysum í ferðaþjónustu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 20:00 Tilkynntum vinnuslysum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Þau voru 2701 á árunum 1987 til 1991 en 9099 á árunum 2012 til 2016. Á síðustu þrjátíu árum hafa 794 orðið óvinnufærir vegna vinnuslysa og 108 látið lífið. Vinnuslysum hefur sérstaklega fjölgað meðal ríkisstarfsmanna en þar er skráning slysa með besta móti. Tilkynnt vinnuslys í ferðaþjónustunni eru aftur á móti hlutfallslega mjög fá - miðað við að atvinnugreinin hefur þrefaldast á síðustu fimm árum með þeim afleiðingum að hver starfsmaður þjónustar allt að tvöfalt fleiri ferðamenn. „Við horfum upp á það að tilkynntu slysin í ferðaþjónustunni eru fá, sem betur fer, ef það væri rétt. En við óttumst að það sé vanskráning á ferðinni og fólk passi ekki upp á skráningu atvika og óhappa. Þetta þurfum við að nálgast af meiri festu,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vísbendingar Vinnueftirlitsins um vanskráningu vinnuslysa í ferðaþjónustu felast meðal annars í sextíu til sjötíu prósent fleiri komum útlendinga á Bráðamóttöku Landspítalans. Kristinn segir sannanir um að hluti sjúklinganna séu starfsmenn á Íslandi en ekki ferðamenn. Einnig sýni tölfræðin að útlendingar lendi oft í vinnuslysum. 59 vinnuslys eru skráð í veitinga- og hótelrekstri á síðasta ári. Þar af voru 25 útlendingar eða nær helmingur slasaðra. „Við sjáum að óhóflegt álag er víða á starfsmönnum ferðaþjónustunnar. Álag sem er til þess fallið að leiða til slysa. Mögulega verða slys á einstaklingum sem þekkja ekki rétt sinn, eru ekki mælandi á íslenska tungu og vita ekki hvert á að leita ef slys ber að," segir Kristinn og segir áríðandi að fyrirtæki beri ábyrgð. Á forvarnaráðstefnu VÍS á morgun verður fjallað um vinnuslys og mun Kristinn, meðal annarra, fjalla nánar um málið þar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Tilkynntum vinnuslysum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Þau voru 2701 á árunum 1987 til 1991 en 9099 á árunum 2012 til 2016. Á síðustu þrjátíu árum hafa 794 orðið óvinnufærir vegna vinnuslysa og 108 látið lífið. Vinnuslysum hefur sérstaklega fjölgað meðal ríkisstarfsmanna en þar er skráning slysa með besta móti. Tilkynnt vinnuslys í ferðaþjónustunni eru aftur á móti hlutfallslega mjög fá - miðað við að atvinnugreinin hefur þrefaldast á síðustu fimm árum með þeim afleiðingum að hver starfsmaður þjónustar allt að tvöfalt fleiri ferðamenn. „Við horfum upp á það að tilkynntu slysin í ferðaþjónustunni eru fá, sem betur fer, ef það væri rétt. En við óttumst að það sé vanskráning á ferðinni og fólk passi ekki upp á skráningu atvika og óhappa. Þetta þurfum við að nálgast af meiri festu,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vísbendingar Vinnueftirlitsins um vanskráningu vinnuslysa í ferðaþjónustu felast meðal annars í sextíu til sjötíu prósent fleiri komum útlendinga á Bráðamóttöku Landspítalans. Kristinn segir sannanir um að hluti sjúklinganna séu starfsmenn á Íslandi en ekki ferðamenn. Einnig sýni tölfræðin að útlendingar lendi oft í vinnuslysum. 59 vinnuslys eru skráð í veitinga- og hótelrekstri á síðasta ári. Þar af voru 25 útlendingar eða nær helmingur slasaðra. „Við sjáum að óhóflegt álag er víða á starfsmönnum ferðaþjónustunnar. Álag sem er til þess fallið að leiða til slysa. Mögulega verða slys á einstaklingum sem þekkja ekki rétt sinn, eru ekki mælandi á íslenska tungu og vita ekki hvert á að leita ef slys ber að," segir Kristinn og segir áríðandi að fyrirtæki beri ábyrgð. Á forvarnaráðstefnu VÍS á morgun verður fjallað um vinnuslys og mun Kristinn, meðal annarra, fjalla nánar um málið þar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira