Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christensen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn. Nýju þættirnir verða frumsýndir á danska TV2 á næsta ári.
Frá þessu segir í frétt TV 2.
Fyrsti þátturinn af Klovn voru frumsýndir á TV 2 ZULU fyrir nærri tólf árum og hafa síðan verið sýndir sextíu þættir (sex tíu þátta þáttaraðir) og tvær kvikmyndir. Síðasti þátturinn var frumsýndur í apríl 2009.
Christensten segir að eftirvæntingin sé mikil hjá þeim félögum og lofa þeir að góðum þáttum með góðum sögum og gömlum sem nýjum karakterum.
Þeir félagar unnu síðast saman við gerð myndarinnar Dan Dream sem frumsýnd verður nú í mars.
Bíó og sjónvarp