Enski boltinn

Tekst West Ham að hefna fyrir niðurlæginguna síðast? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þar sem bæði Manchester-liðin verða á ferðinni.

Manchester City sækir West Ham United heim á hinn umdeilda Lundúnaleikvang. Liðin mættust á sama velli í 3. umferð ensku bikarkeppninnar 6. janúar síðastliðinn. Þá vann City stórsigur, 0-5.

City er í 5. sæti deildarinnar með 43 stig en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum.

Á meðan hefur West Ham verið að rétta úr kútnum. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð og er í 11. sætinu.

Manchester United tekur á móti Hull City á Old Trafford. Þetta er þriðji leikur liðanna á 23 dögum en þau áttust einnig við í undanúrslitum deildarbikarsins. Þau unnu sitt hvorn leikinn en United fór áfram, 3-2 samanlagt.

United er í 6. sæti deildarinnar en Hull situr á botni deildarinnar með 16 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Þá mætast Stoke City og Everton á Bet365 vellinum. Bæði lið eru ósigruð í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2017.

Everton er í 7. sæti deildarinnar en Stoke í því tíunda. Átta stigum munar á liðunum.

Leikir kvöldsins:

19:45 West Ham - Man City (beint á Stöð 2 Sport 2 HD)

20:00 Man Utd - Hull (beint á Stöð 2 Sport HD)

20:00 Stoke - Everton (sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:00)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×