Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 18:30 Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. vísir/vilhelm Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. Ekkert hefur verið fundað í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar frá því á miðvikudag í síðustu viku. Skilaboð gengu á milli herbergja en sameiginlegur fundur var stuttur og lauk með hurðaskellum. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í morgun svaraði formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook síðu hans. Þar setur formaðurinn tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Borgarstjóri þáði ekki boð fréttastofunnar um að mæta formanninum í Íslandi í dag í kvöld og sagði það í verkahring samninganefnda að semja. Juan Carlos þurfti að taka þriggja ára dóttur sína með í vinnuna í dag vegna verkfalls Eflingar.stöð 2 Á meðan deiluaðilar ræðast ekki við en stangast á í fjölmiðlum eru foreldrar leikskólabarna margir farnir að ókyrrast. Foreldrafélagið í leikskólanum Hlíðar skorar á deiluaðila að setjast af alvöru við samningaborðið og hætta sandkassaleik. Fjöldi foreldra, eins og Juan Carlos Chocolatl sem vinnur hjá ræstingarfyrirtæki, hefur líka þurft að finna lausnir á pössun fyrir börn sín undanfarnar rúmar tvær vikur. Þriggja ára dóttir hans var með honum í vinnunni í dag. „Stundum er hún með mömmu sinni og stundum með mér. Við höfum verið að skiptast á með hana.“Ertu sáttur við þetta ástand? „Nei. En svona verður þetta að vera. Þau verðskulda að fá launahækkun þannig að þótt ég sé ekki ánægður með þetta þá styð ég þau ennþá,“ segir Juan Carlos. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. Ekkert hefur verið fundað í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar frá því á miðvikudag í síðustu viku. Skilaboð gengu á milli herbergja en sameiginlegur fundur var stuttur og lauk með hurðaskellum. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í morgun svaraði formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook síðu hans. Þar setur formaðurinn tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Borgarstjóri þáði ekki boð fréttastofunnar um að mæta formanninum í Íslandi í dag í kvöld og sagði það í verkahring samninganefnda að semja. Juan Carlos þurfti að taka þriggja ára dóttur sína með í vinnuna í dag vegna verkfalls Eflingar.stöð 2 Á meðan deiluaðilar ræðast ekki við en stangast á í fjölmiðlum eru foreldrar leikskólabarna margir farnir að ókyrrast. Foreldrafélagið í leikskólanum Hlíðar skorar á deiluaðila að setjast af alvöru við samningaborðið og hætta sandkassaleik. Fjöldi foreldra, eins og Juan Carlos Chocolatl sem vinnur hjá ræstingarfyrirtæki, hefur líka þurft að finna lausnir á pössun fyrir börn sín undanfarnar rúmar tvær vikur. Þriggja ára dóttir hans var með honum í vinnunni í dag. „Stundum er hún með mömmu sinni og stundum með mér. Við höfum verið að skiptast á með hana.“Ertu sáttur við þetta ástand? „Nei. En svona verður þetta að vera. Þau verðskulda að fá launahækkun þannig að þótt ég sé ekki ánægður með þetta þá styð ég þau ennþá,“ segir Juan Carlos.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45
Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27
Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17