„Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 18:32 Byrjunarlið Íslands í fyrsta A-landsleik Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur í dag. twitter/@pinatararena „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
„Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00
Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36
Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30
Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09