Tækifæri á Norðurslóðum - neita að leita - arðbærast til framtíðar Bergljót Rist skrifar 20. desember 2013 06:00 Fyrir nokkrum áratugum bentu vísindamenn á að reykingar valda lungnakrabbameini og öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þá réðu tóbaksframleiðendur til sín áróðursmeistara til að sannfæra almenning um að reykingar væru ekki skaðlegar. Í dag benda vísindamenn á að brennsla jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu, veldur loftslagsbreytingum. Það má líkja loftslagsbreytingum við krabbamein sem leggst á heiminn. Aftur fer hagsmunaáróður í gang. Nú til að gæta hagsmuna olíuframleiðenda sem fengu til sín áróðursmeistara, m.a. gamla reynslubolta úr tóbakssáróðri til að sannfæra almenning um að loftslagsbreytingar og olíunotkun séu í lagi. Það reynist hins vegar æ erfiðara að leyna meininu því þess er víða þegar farið að gæta og fleiri einstaklingar hafa vaknað til vitundar um skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Ísland var í fararbroddi varðandi bann við reykingum. Reykingabann gekk í gildi í íslenskum skólum árið 1996. Ég bjó þá í útlöndum og man að þetta vakti mikla athygli fjölmiðla og forvitni almennings. Gagnrýni, hneykslan, furða og aðdáun. Mikið umtal og fleiri áttuðu sig á samhengi milli reykinga og skaðsemi þeirra og vildu feta í fótspor Íslands – sem var ítrekað tekið sem dæmi í fjölmiðlum. Nú sjá allir að reykingar eru skaðlegar og þykir bannið sjálfsagt. Þetta er að skara fram úr. Líkja má olíunotkun við reykingar og loftslagsbreytingum af þeirra völdum má líkja við krabbamein sem herjar á heiminn. Þá kemur að siðferðislegri samviskuspurningu til okkar Íslendinga: viljum við vera olíuþjóð? Nokkrir fjársterkir aðilar hvetja Íslendinga til olíuleitar. Ef við stígum það skref þá samþykkjum við um leið að að verða olíuþjóð. Hér er gott að staldra við því nú fáum við Íslendingar aftur tækifæri til að skara fram úr, vekja athygli heimsins á skaðlegu samhengi, stöðva það og um leið að vekja athygli á Íslandi. Það er tækifæri .Tækifæri og áhrif þess að neita að leita: Skilaboð til heimsins. Með því að neita að leita segjum við um leið að okkur er ekki sama um heiminn sem við búum í. Við öxlum ábyrgð og þess vegna neitum við að leita. Slík skilaboð mundu vekja heimsathygli. Í byrjun væru eflaust einhverjir á móti – rétt eins og með reykingarnar. Þegar fleiri sjá samhengið milli olíunotkunar og loftslagsbreytinga mundi það gagnast Íslandi á jákvæðan hátt að vera þekkt fyrir að neita að leita. Til framtíðar geta slík skilaboð skapað virðingu á alþjóðlegum vettvangi og í því felast óendanleg tækifæri. Neyðarhjálp. Veljum við að vera olíuþjóð þá samþykkjum við um leið að auka áhrif loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar valda til dæmis sterkari fellibyljum, öfgum í veðurfari og öðrum náttúruhamförum sem valda neyð. Viljum við það? Mikilvægasta neyðarhjálpin nú á tímum er fyrirbyggjandi, minnka áhrif loftslagsbreytinga og um leið líkur á slíkri neyð. Hér höfum við tækifæri til að standa okkur. Hreinleiki íslenskra orkugjafa – olía úr tísku. Til að draga úr mengun og um leið áhrifum loftslagsbreytinga er nú leitað logandi ljósi að umhverfisvænni orkugjöfum. Með því að neita að leita gefst Íslendingum frábært tækifæri til að vekja heimsathygli á hreinleika íslenskra orkugjafa. Olía er að fara úr tísku og er þá ekki efnahagslegur ávinningur olíuvinnslu orðin spurning? Íslenskt vinsælt – með allt á tæru. Vegna loftslagsbreytinga hafa þjóðir heims skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá um leið minnka brennslu jarðefnaeldsneytis. Í framtíðinni má jafnvel búast við að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi, t.d. viðskiptaþvingunum, til að ná settu marki. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf okkar. Við erum vön því að íslenskt sé vinsælt, s.s. sjávar- og landbúnaðarafurðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir, hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl. Við höfum öll hagsmuna að gæta – hugsum dæmið til enda. Stoltið okkar, lambakjötið, fiskurinn, tónlistin, hesturinn, vatnið – þannig mætti lengi telja – allt birtist þetta kaupandanum hreinna og tærara komandi frá landi sem neitar að leita. Ímynd. Hver erum við? Hver viljum við vera? Ímynd er dýrmæt. Að neita að leita gefur Íslandi stórmerka og jákvæða ímynd til framtíðar. Þorum að skara fram úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum áratugum bentu vísindamenn á að reykingar valda lungnakrabbameini og öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þá réðu tóbaksframleiðendur til sín áróðursmeistara til að sannfæra almenning um að reykingar væru ekki skaðlegar. Í dag benda vísindamenn á að brennsla jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu, veldur loftslagsbreytingum. Það má líkja loftslagsbreytingum við krabbamein sem leggst á heiminn. Aftur fer hagsmunaáróður í gang. Nú til að gæta hagsmuna olíuframleiðenda sem fengu til sín áróðursmeistara, m.a. gamla reynslubolta úr tóbakssáróðri til að sannfæra almenning um að loftslagsbreytingar og olíunotkun séu í lagi. Það reynist hins vegar æ erfiðara að leyna meininu því þess er víða þegar farið að gæta og fleiri einstaklingar hafa vaknað til vitundar um skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Ísland var í fararbroddi varðandi bann við reykingum. Reykingabann gekk í gildi í íslenskum skólum árið 1996. Ég bjó þá í útlöndum og man að þetta vakti mikla athygli fjölmiðla og forvitni almennings. Gagnrýni, hneykslan, furða og aðdáun. Mikið umtal og fleiri áttuðu sig á samhengi milli reykinga og skaðsemi þeirra og vildu feta í fótspor Íslands – sem var ítrekað tekið sem dæmi í fjölmiðlum. Nú sjá allir að reykingar eru skaðlegar og þykir bannið sjálfsagt. Þetta er að skara fram úr. Líkja má olíunotkun við reykingar og loftslagsbreytingum af þeirra völdum má líkja við krabbamein sem herjar á heiminn. Þá kemur að siðferðislegri samviskuspurningu til okkar Íslendinga: viljum við vera olíuþjóð? Nokkrir fjársterkir aðilar hvetja Íslendinga til olíuleitar. Ef við stígum það skref þá samþykkjum við um leið að að verða olíuþjóð. Hér er gott að staldra við því nú fáum við Íslendingar aftur tækifæri til að skara fram úr, vekja athygli heimsins á skaðlegu samhengi, stöðva það og um leið að vekja athygli á Íslandi. Það er tækifæri .Tækifæri og áhrif þess að neita að leita: Skilaboð til heimsins. Með því að neita að leita segjum við um leið að okkur er ekki sama um heiminn sem við búum í. Við öxlum ábyrgð og þess vegna neitum við að leita. Slík skilaboð mundu vekja heimsathygli. Í byrjun væru eflaust einhverjir á móti – rétt eins og með reykingarnar. Þegar fleiri sjá samhengið milli olíunotkunar og loftslagsbreytinga mundi það gagnast Íslandi á jákvæðan hátt að vera þekkt fyrir að neita að leita. Til framtíðar geta slík skilaboð skapað virðingu á alþjóðlegum vettvangi og í því felast óendanleg tækifæri. Neyðarhjálp. Veljum við að vera olíuþjóð þá samþykkjum við um leið að auka áhrif loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar valda til dæmis sterkari fellibyljum, öfgum í veðurfari og öðrum náttúruhamförum sem valda neyð. Viljum við það? Mikilvægasta neyðarhjálpin nú á tímum er fyrirbyggjandi, minnka áhrif loftslagsbreytinga og um leið líkur á slíkri neyð. Hér höfum við tækifæri til að standa okkur. Hreinleiki íslenskra orkugjafa – olía úr tísku. Til að draga úr mengun og um leið áhrifum loftslagsbreytinga er nú leitað logandi ljósi að umhverfisvænni orkugjöfum. Með því að neita að leita gefst Íslendingum frábært tækifæri til að vekja heimsathygli á hreinleika íslenskra orkugjafa. Olía er að fara úr tísku og er þá ekki efnahagslegur ávinningur olíuvinnslu orðin spurning? Íslenskt vinsælt – með allt á tæru. Vegna loftslagsbreytinga hafa þjóðir heims skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá um leið minnka brennslu jarðefnaeldsneytis. Í framtíðinni má jafnvel búast við að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi, t.d. viðskiptaþvingunum, til að ná settu marki. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf okkar. Við erum vön því að íslenskt sé vinsælt, s.s. sjávar- og landbúnaðarafurðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir, hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl. Við höfum öll hagsmuna að gæta – hugsum dæmið til enda. Stoltið okkar, lambakjötið, fiskurinn, tónlistin, hesturinn, vatnið – þannig mætti lengi telja – allt birtist þetta kaupandanum hreinna og tærara komandi frá landi sem neitar að leita. Ímynd. Hver erum við? Hver viljum við vera? Ímynd er dýrmæt. Að neita að leita gefur Íslandi stórmerka og jákvæða ímynd til framtíðar. Þorum að skara fram úr.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun