Innlent

Flugfreyjur skrifa undir kjarasamning

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þriggja daga verkfalli sem hefjast átti á morgun hefur verið aflýst.
Þriggja daga verkfalli sem hefjast átti á morgun hefur verið aflýst. Vísir/GVA
Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning við flugfélag Íslands nú á tólfta tímanum. Verkfalli flugfreyja hefur því verið aflýst en það átti að standa í þrjá daga. Rúv greinir frá.

Kjarasamningur þeirra við flugfélagið rann út um þarsíðustu áramót og hafa flugfreyjur því verið samningslausar í eitt ár. Tvívegis hafa þó náðst samningar en þeir voru báðir felldir í atkvæðagreiðslu félagsmanna.

Þriggja daga verkfallið átti að hefjast á morgun en ótímabundið verkfall átti að hefjast þann 6. febrúar. Verkfallið hefði náð til alls innanlandsflugs á vegum Flugfélags Íslands auk flugs til Grænlands og Skotlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×