Innlent

Loðnukvótinn 58.000 tonn

Svavar Hávarðsson skrifar
Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn á vertíðinni 2016/2017 verði aðeins 57 þúsund tonn.

Vetrarmæling á loðnustofninum fór fram á rannsóknaskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq dagana 11. til 20. janúar 2017 með það að markmiði að meta stærð veiðistofnsins.

Eins og kunnugt er bentu mælingar á loðnustofninum í september/október 2016 til þess að veiðistofninn á vertíðinni 2016/2017 væri lítill og í samræmi við samþykkta aflareglu var ákveðið að engar veiðar yrðu stundaðar nema mælingar í janúar/febrúar 2017 gæfu tilefni til endurskoðunar.

Um 398 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í fyrri yfirferðinni og í þeirri síðari mældust um 493 þúsund tonn. Meðaltal þessara mælinga, 446 þúsund tonn, er mat á stærð veiðistofns. Gildandi aflaregla, sem stjórnvöld ákváðu að taka upp vorið 2015, liggur niðurstöðunni til grundvallar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×