Gerðu kröfu um að Lilja yrði formaður Sveinn Arnarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Líklegt þykir að formennska allra fastanefnda Alþingis verði í höndum stjórnarmeirihlutans á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn setti þá kröfu að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins vildi stjórnarandstaðan ekki una og varð þess valdandi að upp úr slitnaði milli stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku þingnefnda. Sterkasta staða stjórnarandstöðu í sögu þingsins var á síðasta kjörtímabili. Þá átti stjórnarandstaðan tvo formenn fastanefnda og fjóra varaformenn. Síðustu daga hafa flokkarnir á þingi reynt að koma sér saman um hvernig málum skuli háttað á þessu þingi. Minnihlutinn vildi sættast á formennsku í þremur nefndum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Viðreisn og Björt framtíð ekki uppi skilyrði um að handvelja formenn stjórnarandstöðunnar. Aðeins hafi verið uppi skilyrði meðal Sjálfstæðisflokks um hvaða stjórnarandstöðuþingmenn mættu taka sér formennsku.Birgir Ármannsson„Miðað við fjölda þingmanna stjórnarandstöðu vildum við fjóra formenn í fastanefndum en stjórnin sagði fyrst að við fengjum bara tvo,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það reyndar kom á daginn að við sammæltumst um að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum. Síðan verður það krafa að stjórnarflokkarnir handpikka fólk og flokka í formennsku nefnda og það strandaði á því.“Stóðu „ákveðin kjör til boða“Á þingi starfa átta fastanefndir og jafnmargar alþjóðanefndir. Búið var að ganga frá skipun í alþjóðanefndir þingsins og gaf Björt framtíð eftir þrjú sæti í alþjóðanefndum þingsins til stjórnarandstöðunnar til að liðka fyrir samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við gáfum eftir okkar sæti þar og var okkar skilningur sá að þetta væri hluti af heildarpakkanum,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Birgir Ármannsson staðfestir að það hafi verið skilyrði Sjálfstæðisflokksins að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. „Það má segja að boltinn hafi verið hjá stjórnarandstöðu. Að henni stæðu ákveðin kjör til boða ef svo má segja. Við hefðum verið til í að gefa eftir og héldum því opnu þangað til nefndarfundir hófust í gærmorgun. Stjórnarandstaðan hafnaði því og þá auðvitað verðum við að setja okkar fólk til þessara verka til að nefndir geti hafið störf með eðlilegum hætti,“ segir Birgir.Oddný HarðardóttirHert eftirlit og hækka orlofsgreiðslurRíkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar að leggja fram 101 mál á komandi vori í formi lagafrumvarpa, þingsályktana eða skýrslna. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu meðal annars herða eftirlit með steranotkun, flýta för hælisleitenda úr landi og hækka lágmarksupphæð fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu er sagt mjög stirt eftir samningaviðræður síðustu daga. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift eftir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Kemur þar fram að flest lagafrumvörp koma frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fæst málin frá Bjarna Benediktssyni. Sigríður Andersen ætlar að herða eftirlit og takmarka aðgang að efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni og flýta för þeirra hælisleitenda úr landi sem koma að tilhæfulausu til landsins. Þorsteinn Víglundsson mun meðal annars flytja lagafrumvörp um jafnlaunavottun fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn og hækka lágmarksfjárhæð fæðingarorlofs. Lenging fæðingarorlofsins bíður betri tíma að mati ráðherrans. „Niðurstaðan er að fyrsta skrefið hljóti að vera að hækka greiðslur, enda stórir hópar, einkum karlar, sem telja sér ekki fært að taka neitt orlof. Lenging orlofsins nýtur ekki sama forgangs hjá ráðherra félags- og jafnréttismála og sú brýna þörf sem er á því að tryggja börnum samvistir við foreldra sína á fyrstu mánuðunum,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Líklegt þykir að formennska allra fastanefnda Alþingis verði í höndum stjórnarmeirihlutans á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn setti þá kröfu að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins vildi stjórnarandstaðan ekki una og varð þess valdandi að upp úr slitnaði milli stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku þingnefnda. Sterkasta staða stjórnarandstöðu í sögu þingsins var á síðasta kjörtímabili. Þá átti stjórnarandstaðan tvo formenn fastanefnda og fjóra varaformenn. Síðustu daga hafa flokkarnir á þingi reynt að koma sér saman um hvernig málum skuli háttað á þessu þingi. Minnihlutinn vildi sættast á formennsku í þremur nefndum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Viðreisn og Björt framtíð ekki uppi skilyrði um að handvelja formenn stjórnarandstöðunnar. Aðeins hafi verið uppi skilyrði meðal Sjálfstæðisflokks um hvaða stjórnarandstöðuþingmenn mættu taka sér formennsku.Birgir Ármannsson„Miðað við fjölda þingmanna stjórnarandstöðu vildum við fjóra formenn í fastanefndum en stjórnin sagði fyrst að við fengjum bara tvo,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það reyndar kom á daginn að við sammæltumst um að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum. Síðan verður það krafa að stjórnarflokkarnir handpikka fólk og flokka í formennsku nefnda og það strandaði á því.“Stóðu „ákveðin kjör til boða“Á þingi starfa átta fastanefndir og jafnmargar alþjóðanefndir. Búið var að ganga frá skipun í alþjóðanefndir þingsins og gaf Björt framtíð eftir þrjú sæti í alþjóðanefndum þingsins til stjórnarandstöðunnar til að liðka fyrir samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við gáfum eftir okkar sæti þar og var okkar skilningur sá að þetta væri hluti af heildarpakkanum,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Birgir Ármannsson staðfestir að það hafi verið skilyrði Sjálfstæðisflokksins að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. „Það má segja að boltinn hafi verið hjá stjórnarandstöðu. Að henni stæðu ákveðin kjör til boða ef svo má segja. Við hefðum verið til í að gefa eftir og héldum því opnu þangað til nefndarfundir hófust í gærmorgun. Stjórnarandstaðan hafnaði því og þá auðvitað verðum við að setja okkar fólk til þessara verka til að nefndir geti hafið störf með eðlilegum hætti,“ segir Birgir.Oddný HarðardóttirHert eftirlit og hækka orlofsgreiðslurRíkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar að leggja fram 101 mál á komandi vori í formi lagafrumvarpa, þingsályktana eða skýrslna. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu meðal annars herða eftirlit með steranotkun, flýta för hælisleitenda úr landi og hækka lágmarksupphæð fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu er sagt mjög stirt eftir samningaviðræður síðustu daga. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift eftir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Kemur þar fram að flest lagafrumvörp koma frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fæst málin frá Bjarna Benediktssyni. Sigríður Andersen ætlar að herða eftirlit og takmarka aðgang að efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni og flýta för þeirra hælisleitenda úr landi sem koma að tilhæfulausu til landsins. Þorsteinn Víglundsson mun meðal annars flytja lagafrumvörp um jafnlaunavottun fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn og hækka lágmarksfjárhæð fæðingarorlofs. Lenging fæðingarorlofsins bíður betri tíma að mati ráðherrans. „Niðurstaðan er að fyrsta skrefið hljóti að vera að hækka greiðslur, enda stórir hópar, einkum karlar, sem telja sér ekki fært að taka neitt orlof. Lenging orlofsins nýtur ekki sama forgangs hjá ráðherra félags- og jafnréttismála og sú brýna þörf sem er á því að tryggja börnum samvistir við foreldra sína á fyrstu mánuðunum,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira