Enski boltinn

Chelsea bauð í markvörð Celtic

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gordon hefur náð sér aftur á strik eftir erfið hnémeiðsli.
Gordon hefur náð sér aftur á strik eftir erfið hnémeiðsli. vísir/getty
Celtic hafnaði tilboði Chelsea í markvörðinn Craig Gordon. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Chelsea er í markvarðarleit en Bosníumaðurinn Asmir Begovic er væntanlega á förum frá félaginu í janúarglugganum. Begovic hefur m.a. verið orðaður við Bournemouth.

Gordon, sem er 34 ára, var dýrasti markvörður Bretlands þegar Sunderland borgaði Hearts níu milljónir punda fyrir hann sumarið 2007.

Þrálát hnémeiðsli gerðu Gordon erfitt fyrir og hann spilaði t.a.m. ekkert á árunum 2012-14.

Sumarið 2014 gekk Gordon til liðs við Celtic þar sem hann hefur spilað síðan, um 140 leiki.

Samkvæmt heimildum Sky Sports eru Diego Lopez, markvörður Espanyol, og Fernando Muslera, markvörður Galatasary, einnig undir smásjánni hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×