Sport

Allsherjar áhorfendabann á Ítalíu í mánuð

Sindri Sverrisson skrifar
Cristiano Ronaldo og aðrar íþróttastjörnur á Ítalíu þurfa að keppa án stuðnings áhorfenda næsta mánuðinn.
Cristiano Ronaldo og aðrar íþróttastjörnur á Ítalíu þurfa að keppa án stuðnings áhorfenda næsta mánuðinn. vísir/getty

Áhorfendur verða bannaðir á öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu næsta mánuðinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.

Þetta tilkynntu ítölsk stjórnvöld í kvöld. Þau tilkynntu jafnframt að skólum og háskólum yrði lokað fram til 15. mars.

Þetta þýðir væntanlega að keppni muni hefjast að nýju í ítölsku A-deildinni í fótbolta af fullum krafti um helgina en leikjum þar hefur verið frestað síðustu tvær umferðir vegna kórónuveirunnar.

Alls hafa 107 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu. Yfir 3.000 manns hafa greinst með veiruna í landinu.


Tengdar fréttir

Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna.

Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu

Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×