Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Hótel Reykjanes, sem tekur 120 gesti, er í Súðavíkurhreppi en stendur á landi í eigu Ísafjarðarbæjar. Jarðhiti er á staðnum en neysluvatn kemur úr landi Reykjarfjarðar. vísir/pjetur Jón Heiðar Guðjónsson, eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi, segist standa frammi fyrir því að geta fyrirvaralaust misst neysluvatn vegna afstöðu eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar. Þetta kemur fram í bréfi þar sem Jón Heiðar leitar ásjár Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar. „Vegna þessa máls lítum við svo á að okkar rekstur sé uppnámi og geti fyrirvaralaust stöðvast. Stór hluti bókana fyrir sumarið 2017 hefur þegar átt sér stað og því óhugsandi að lenda í rekstrarstöðvun,“ segir í bréfi Jóns Heiðars til sveitarfélaganna tveggja. Jón Heiðar segist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um málið og ekki hefur náðst tal af Salvari Hákonarsyni, eiganda Reykjarfjarðar. Hins vegar má lesa að nokkru leyti um málavexti í fyrrnefndu bréfi Jóns Heiðars og tveimur bréfum Salvars til Ferðaþjónustunnar Reykjanesi. Salvar segir í bréfi frá því í síðasta mánuði að bann sem hann hafi sett í maí 2015 við framkvæmdum á vatnsverndarsvæðinu hafi ekki verið virt. Hann hafi því ákveðið að öllum utanaðkomandi aðilum séu óheimil vatnsafnot í landi Reykjarfjarðar og taki sú ákvörðun strax gildi. „Því miður hefur Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf. haft með höndum framkvæmdir og jarðrask á svæðinu sem hvorki hefur verið leyfi fyrir eða samþykki landeigenda,“ segir í bréfi Salvars sem kveður Ferðaþjónustuna þannig vera að nýta landgæði annarra og um leið að valda „óbætanlegu tjóni á viðkvæmu svæði“. Í erindi Jóns Heiðars til sveitarfélaganna tveggja segir hins vegar að engar framkvæmdir hafi verið við vatnsbólið á svæðinu frá árunum 2003 og 2004 fyrir utan þrif á vatnstanki. Jón Heiðar segir að þegar Reykjanesskóli hafi verið í byggingunni sem nú hýsir hótelið hafi ríkið kostað vatnslögnina, sennilega á áttunda áratug síðustu aldar. Þegar eignin hafi verið keypt af ríkinu árið 2002 hafi verið sagt frá samkomulagi við föður Salvars, þáverandi bónda í Reykjarfirði, um gjaldfrjáls afnot af neysluvatninu gegn því að heimilisfólkið í Reykjarfirði fengi endurgjaldslaus afnot af heitum böðum og sundlaug í Reykjanesi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jón Heiðar Guðjónsson, eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi, segist standa frammi fyrir því að geta fyrirvaralaust misst neysluvatn vegna afstöðu eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar. Þetta kemur fram í bréfi þar sem Jón Heiðar leitar ásjár Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar. „Vegna þessa máls lítum við svo á að okkar rekstur sé uppnámi og geti fyrirvaralaust stöðvast. Stór hluti bókana fyrir sumarið 2017 hefur þegar átt sér stað og því óhugsandi að lenda í rekstrarstöðvun,“ segir í bréfi Jóns Heiðars til sveitarfélaganna tveggja. Jón Heiðar segist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um málið og ekki hefur náðst tal af Salvari Hákonarsyni, eiganda Reykjarfjarðar. Hins vegar má lesa að nokkru leyti um málavexti í fyrrnefndu bréfi Jóns Heiðars og tveimur bréfum Salvars til Ferðaþjónustunnar Reykjanesi. Salvar segir í bréfi frá því í síðasta mánuði að bann sem hann hafi sett í maí 2015 við framkvæmdum á vatnsverndarsvæðinu hafi ekki verið virt. Hann hafi því ákveðið að öllum utanaðkomandi aðilum séu óheimil vatnsafnot í landi Reykjarfjarðar og taki sú ákvörðun strax gildi. „Því miður hefur Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf. haft með höndum framkvæmdir og jarðrask á svæðinu sem hvorki hefur verið leyfi fyrir eða samþykki landeigenda,“ segir í bréfi Salvars sem kveður Ferðaþjónustuna þannig vera að nýta landgæði annarra og um leið að valda „óbætanlegu tjóni á viðkvæmu svæði“. Í erindi Jóns Heiðars til sveitarfélaganna tveggja segir hins vegar að engar framkvæmdir hafi verið við vatnsbólið á svæðinu frá árunum 2003 og 2004 fyrir utan þrif á vatnstanki. Jón Heiðar segir að þegar Reykjanesskóli hafi verið í byggingunni sem nú hýsir hótelið hafi ríkið kostað vatnslögnina, sennilega á áttunda áratug síðustu aldar. Þegar eignin hafi verið keypt af ríkinu árið 2002 hafi verið sagt frá samkomulagi við föður Salvars, þáverandi bónda í Reykjarfirði, um gjaldfrjáls afnot af neysluvatninu gegn því að heimilisfólkið í Reykjarfirði fengi endurgjaldslaus afnot af heitum böðum og sundlaug í Reykjanesi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira