Hyundai kynnir hugmyndabílinn Spádóm Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. mars 2020 07:00 Hyundai Prophecy. Vísir/Hyundai Hyundai kynnti á þriðjudagsmorgunn hugmyndabílinn Prophecy sem þýðir spádómur, en hann sýnir spá Hyundai um hvað muni einkenna í megindráttum þróun í hönnun næstu kynslóða rafbíla frá fyrirtækinu. Fyrir utan langan undirvagn og mikið hjólhaf eru mjúkar og ávalar línur helstu einkenni útlitshönnunar Prophecy. Línurnar gefa fyrirheit um mikið afl og skemmtilega aksturseiginleika. Í farþegarýminu gegnir stýripinninn lykilhlutverki til að skapa hámarksrými fyrir farþega ásamt góðu útsýni sem hönnunin býður upp á. Sætin bjóða í senn upp á afslöppun og afþreyingu en einnig tækifæri til að sinna vinnu sinni á leið sjálfstýrða bílsins til næsta áfangastaðar. Prophecy á að gefa vísbendingu um sýn Hyundai á þróun rafbíla sinna í framtíðinni. Samkvæmt áætlunum Hyundai Motor Group vinnur fyrirtækið samkvæmt sérstakri áætlun um fjölgun rafdrifinna bíla í framleiðslu sinni og verða bílgerðirnar að minnsta kosti 44 innan fárra ára. Fyrirtækið ráðgerir að verja um 50 milljörðum evra á næstu fimm árum í fjárfestingar þannig að 2025 selji fyrirtækið að lágmarki 670 þúsund rafknúna, rafvædda og vetnisknúna rafbíla á ári. Fyrir árslok er gert ráð fyrir að 75% bílgerða Hyundai Motor Group í Evrópu verði búnar rafmótor og er markmiðið að 2020 verði árleg sala fyrirtækisins á mengunarlausum bílgerðum í Evrópu komin í um 88 þúsund eintök. Bílar Tengdar fréttir Dreifing á bílum BL til allra helstu kaupendahópanna Í janúar voru 838 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 14% færri en í fyrra. Af þeim voru 280 af merkjum frá BL og var markaðshlutdeild BL 33,4% á markaðnum í heild, samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Hér er yfirlit yfir nákvæma skiptingu seldra bíla. 13. febrúar 2020 07:00 Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Hyundai kynnti á þriðjudagsmorgunn hugmyndabílinn Prophecy sem þýðir spádómur, en hann sýnir spá Hyundai um hvað muni einkenna í megindráttum þróun í hönnun næstu kynslóða rafbíla frá fyrirtækinu. Fyrir utan langan undirvagn og mikið hjólhaf eru mjúkar og ávalar línur helstu einkenni útlitshönnunar Prophecy. Línurnar gefa fyrirheit um mikið afl og skemmtilega aksturseiginleika. Í farþegarýminu gegnir stýripinninn lykilhlutverki til að skapa hámarksrými fyrir farþega ásamt góðu útsýni sem hönnunin býður upp á. Sætin bjóða í senn upp á afslöppun og afþreyingu en einnig tækifæri til að sinna vinnu sinni á leið sjálfstýrða bílsins til næsta áfangastaðar. Prophecy á að gefa vísbendingu um sýn Hyundai á þróun rafbíla sinna í framtíðinni. Samkvæmt áætlunum Hyundai Motor Group vinnur fyrirtækið samkvæmt sérstakri áætlun um fjölgun rafdrifinna bíla í framleiðslu sinni og verða bílgerðirnar að minnsta kosti 44 innan fárra ára. Fyrirtækið ráðgerir að verja um 50 milljörðum evra á næstu fimm árum í fjárfestingar þannig að 2025 selji fyrirtækið að lágmarki 670 þúsund rafknúna, rafvædda og vetnisknúna rafbíla á ári. Fyrir árslok er gert ráð fyrir að 75% bílgerða Hyundai Motor Group í Evrópu verði búnar rafmótor og er markmiðið að 2020 verði árleg sala fyrirtækisins á mengunarlausum bílgerðum í Evrópu komin í um 88 þúsund eintök.
Bílar Tengdar fréttir Dreifing á bílum BL til allra helstu kaupendahópanna Í janúar voru 838 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 14% færri en í fyrra. Af þeim voru 280 af merkjum frá BL og var markaðshlutdeild BL 33,4% á markaðnum í heild, samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Hér er yfirlit yfir nákvæma skiptingu seldra bíla. 13. febrúar 2020 07:00 Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Dreifing á bílum BL til allra helstu kaupendahópanna Í janúar voru 838 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 14% færri en í fyrra. Af þeim voru 280 af merkjum frá BL og var markaðshlutdeild BL 33,4% á markaðnum í heild, samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Hér er yfirlit yfir nákvæma skiptingu seldra bíla. 13. febrúar 2020 07:00
Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15