Alltof margir virt lokanirnar að vettugi Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 14:22 Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. Stofnunin beinir því til gesta að mjög mikilvægt sé að einungis sé gengið eftir merktum gönguleiðum og að aldrei sé farið yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs. Umhverfisstofnun segir lokanir hafa skilað góðum árangri og að tekist hafi að draga úr hnignun þessara svæða. Gróður hefur tekið vel við sér með fram göngustígum og eru stígar orðnir þurrir þar sem frost er farið úr jörðu og vatn á greiðari leið ofan í jarðveginn. Svæðin eru þó bæði illa farin vegna mikillar umferðar þar sem innviðir eru takmarkaðir til að vernda þau gegn átroðningi. Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum og allt of margir gestir hafi virt lokanirnar að vettugi. Vill Umhverfisstofnun meina að landvörður þurfi ávallt að vera til staðar til að fræða gesti um ástæður lokanna og auka þannig skilning fólks og virðingu fyrir náttúrunni svo lokanirnar virki. Fjármagni var úthlutað úr landsáætlun um uppbyggingu innviða í bráðaaðgerðir við Fjaðrárgljúfur og er verið að vinna í að lagfæra neðri hluta göngustígsins frá bílastæðinu og setja upp leiðbeinandi skilti og girðingar með fram stígnum. Hluti fjármagnsins var settur í hönnunarvinnu á göngustíg og hefst vinna við uppbyggingu hluta gönguleiðarinnar á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að umferð verði takmörkuð um hluta svæðisins meðan á þeirri vinnu stendur. Á Skógaheiði er nú þegar búið að gera áætlun um lagfæringu á göngustíg og verður lokið við fyrsta áfanga þeirrar vinnu í sumar. Einnig er unnið að uppgræðslu á rofabörðum í samstarfi við Landgræðsluna, en gróðurþekjan er víða rofin og verulega illa farin. Þá er vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar á lokametrunum. Fjaðrárgljúfur og náttúruvættið Skógafoss hafa mikið aðdráttarafl þar sem hundruð þúsunda gesta heimsækja svæðin allt árið um kring. Umhverfisstofnun segir Landvörslu geta skipt sköpun í verndun svæðanna og að það sé gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar allt árið um kring. Með aukinni landvörslu megi bæta ferðahegðun gesta til muna sem dregur úr ágangi á viðkvæma náttúru og kemur mögulega í veg fyrir árlegar lokanir margra svæða. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. Stofnunin beinir því til gesta að mjög mikilvægt sé að einungis sé gengið eftir merktum gönguleiðum og að aldrei sé farið yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs. Umhverfisstofnun segir lokanir hafa skilað góðum árangri og að tekist hafi að draga úr hnignun þessara svæða. Gróður hefur tekið vel við sér með fram göngustígum og eru stígar orðnir þurrir þar sem frost er farið úr jörðu og vatn á greiðari leið ofan í jarðveginn. Svæðin eru þó bæði illa farin vegna mikillar umferðar þar sem innviðir eru takmarkaðir til að vernda þau gegn átroðningi. Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum og allt of margir gestir hafi virt lokanirnar að vettugi. Vill Umhverfisstofnun meina að landvörður þurfi ávallt að vera til staðar til að fræða gesti um ástæður lokanna og auka þannig skilning fólks og virðingu fyrir náttúrunni svo lokanirnar virki. Fjármagni var úthlutað úr landsáætlun um uppbyggingu innviða í bráðaaðgerðir við Fjaðrárgljúfur og er verið að vinna í að lagfæra neðri hluta göngustígsins frá bílastæðinu og setja upp leiðbeinandi skilti og girðingar með fram stígnum. Hluti fjármagnsins var settur í hönnunarvinnu á göngustíg og hefst vinna við uppbyggingu hluta gönguleiðarinnar á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að umferð verði takmörkuð um hluta svæðisins meðan á þeirri vinnu stendur. Á Skógaheiði er nú þegar búið að gera áætlun um lagfæringu á göngustíg og verður lokið við fyrsta áfanga þeirrar vinnu í sumar. Einnig er unnið að uppgræðslu á rofabörðum í samstarfi við Landgræðsluna, en gróðurþekjan er víða rofin og verulega illa farin. Þá er vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar á lokametrunum. Fjaðrárgljúfur og náttúruvættið Skógafoss hafa mikið aðdráttarafl þar sem hundruð þúsunda gesta heimsækja svæðin allt árið um kring. Umhverfisstofnun segir Landvörslu geta skipt sköpun í verndun svæðanna og að það sé gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar allt árið um kring. Með aukinni landvörslu megi bæta ferðahegðun gesta til muna sem dregur úr ágangi á viðkvæma náttúru og kemur mögulega í veg fyrir árlegar lokanir margra svæða.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira