Slakað á samkomubanni víða í Evrópu en önnur bylgja faraldursins mögulega að byrja í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 07:08 Það hafa verið fáir á ferli í París undanfarnar vikur líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Getty/Stephane Cardinale Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. Þannig greindust fimm með veiruna í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði um helgina en veiran á uppruna sinn í umræddri borg. Eru þetta fyrstu staðfestu tilfellin í borginni í meira en mánuð. Þá hafa yfirvöld í Kína skilgreint borgina Shulan í Jilin-héraði sem hááhættusvæði eftir að fleiri en tíu manns greindust þar með veiruna. Í síðustu viku voru öll svæði landsins skilgreind sem svæði með lága smithættu. Alls greindust sautján með veiruna í Kína um helgina, þar af voru sjö tilfelli þar sem ferðamenn komu smitaðir inn til landsins. Á meðan yfirvöld í Kína fylgjast með hvort önnur bylgja faraldursins sé að hefjast þar í landi slaka yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópu á samkomubanni sem verið hefur í gildi í um tvo mánuði. Í fyrsta sinn í nærri átta vikur mega Frakkar til dæmis fara út að ganga án þess að hafa til þess tilskilið leyfi frá yfirvöldum. Þá munu grunnskólar opna sem og fataverslanir, hárgreiðslustofur og blómabúðir. Veitingastaðir, barir og kvikmyndahús verða hins vegar áfram lokuð. Í Belgíu munu flest fyrirtæki opna á ný en með reglum um fjarlægðarmörk. Áfram verður lokað á börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Grunnskólar munu opna að hluta í Hollandi. Þar munu bókasöfn, ökuskólar, stofur sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofur einnig opna. Þá munu skólar opna í Sviss en með fjöldatakmörkunum í nemendahópum. Veitingastaðir, bókabúðir og söfn mega opna að nýju en með ákveðnum takmörkunum þó. Í Englandi verður svo byrjað að slaka á þeim hömlum sem þar hafa verið vegna faraldursins í vikunni. Fólki verður leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utan dyra og það lystir en Boris Johnson, forsætisráðherra, sætir þó nokkurri gagnrýni fyrir að vera frekar óljós og ruglandi í tali í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. Þannig greindust fimm með veiruna í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði um helgina en veiran á uppruna sinn í umræddri borg. Eru þetta fyrstu staðfestu tilfellin í borginni í meira en mánuð. Þá hafa yfirvöld í Kína skilgreint borgina Shulan í Jilin-héraði sem hááhættusvæði eftir að fleiri en tíu manns greindust þar með veiruna. Í síðustu viku voru öll svæði landsins skilgreind sem svæði með lága smithættu. Alls greindust sautján með veiruna í Kína um helgina, þar af voru sjö tilfelli þar sem ferðamenn komu smitaðir inn til landsins. Á meðan yfirvöld í Kína fylgjast með hvort önnur bylgja faraldursins sé að hefjast þar í landi slaka yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópu á samkomubanni sem verið hefur í gildi í um tvo mánuði. Í fyrsta sinn í nærri átta vikur mega Frakkar til dæmis fara út að ganga án þess að hafa til þess tilskilið leyfi frá yfirvöldum. Þá munu grunnskólar opna sem og fataverslanir, hárgreiðslustofur og blómabúðir. Veitingastaðir, barir og kvikmyndahús verða hins vegar áfram lokuð. Í Belgíu munu flest fyrirtæki opna á ný en með reglum um fjarlægðarmörk. Áfram verður lokað á börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Grunnskólar munu opna að hluta í Hollandi. Þar munu bókasöfn, ökuskólar, stofur sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofur einnig opna. Þá munu skólar opna í Sviss en með fjöldatakmörkunum í nemendahópum. Veitingastaðir, bókabúðir og söfn mega opna að nýju en með ákveðnum takmörkunum þó. Í Englandi verður svo byrjað að slaka á þeim hömlum sem þar hafa verið vegna faraldursins í vikunni. Fólki verður leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utan dyra og það lystir en Boris Johnson, forsætisráðherra, sætir þó nokkurri gagnrýni fyrir að vera frekar óljós og ruglandi í tali í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira