Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 07:41 Veggmynd af Arbery. AP/Tony Gutierrez Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16