Fólkið fyrst Edda Hermannsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Edda Hermannsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun