Friðarbarátta skilgreind sem föðurlandssvik Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. maí 2020 11:00 Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar