Biðin langa? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur fátt eitt gerst í skuldamálum heimilanna í landinu á þessu kjörtímabili. Milljarða stofnunum hefur að vísu verið komið á fót til þess að vinna að þessum málum. Árangurinn hefur hins vegar verið afskaplega rýr, þó kostnaður stofnananna hafi vaxið. Þær skuldir sem lækkað hafa hjá almenningi má að langmestu leyti rekja til dómanna um ólöglegu gengislánin og hafði ekkert með stjórnvaldsaðgerðir að gera. Það harðnar því stöðugt á dalnum hjá sívaxandi hópi. Það fólk þolir ekki neina bið. Það er langt síðan að fullreynt var að ríkisstjórnarflokkarnir myndu ekkert gera. Úr þeirri átt er einskis frekar að vænta. Það hefur legið fyrir lengi. Nú er það boðað að þennan vanda megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað. Er þá svarið að skuldug heimilin í landinu eigi enn þá að bíða, eftir úrræðum? Kannski í eitt ár, ef til vill tvö ár, allt eftir því hvernig samningaumleitanir gangi. Já. Það er einmitt hættan ef þetta á að verða úrræðið fyrir skuldug heimili í landinu. Skuldug heimili hafa beðið í fjögur ár eftir úrræðum frá úrræðalausri ríkisstjórn. Það er bágt til þess að vita að enn sé boðuð bið eftir því að vandi heimilanna verði leystur.Hægt að framkvæma strax Það er þess vegna svo gríðarlega nauðsynlegt að til staðar verði úrræði sem virka strax. Undir eins frá fyrsta degi eftir að lög hafa verið samþykkt á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram slíkar tillögur sem munu lækka skuldir um 20% miðað við 20 milljóna lán og hóflegar fjölskyldutekjur. Þetta færi talsvert langt með að vinna niður forsendubrestinn sem varð með hruni fjármálakerfisins og hækkun verðbótanna. Þetta er ekki ávísun á óljósar hugmyndir sem enginn getur fullyrt um hvenær geti orðið að veruleika. Þetta er vel ígrunduð stefna, útreiknað plagg, sem hægt verður að framkvæma tafarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur fátt eitt gerst í skuldamálum heimilanna í landinu á þessu kjörtímabili. Milljarða stofnunum hefur að vísu verið komið á fót til þess að vinna að þessum málum. Árangurinn hefur hins vegar verið afskaplega rýr, þó kostnaður stofnananna hafi vaxið. Þær skuldir sem lækkað hafa hjá almenningi má að langmestu leyti rekja til dómanna um ólöglegu gengislánin og hafði ekkert með stjórnvaldsaðgerðir að gera. Það harðnar því stöðugt á dalnum hjá sívaxandi hópi. Það fólk þolir ekki neina bið. Það er langt síðan að fullreynt var að ríkisstjórnarflokkarnir myndu ekkert gera. Úr þeirri átt er einskis frekar að vænta. Það hefur legið fyrir lengi. Nú er það boðað að þennan vanda megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað. Er þá svarið að skuldug heimilin í landinu eigi enn þá að bíða, eftir úrræðum? Kannski í eitt ár, ef til vill tvö ár, allt eftir því hvernig samningaumleitanir gangi. Já. Það er einmitt hættan ef þetta á að verða úrræðið fyrir skuldug heimili í landinu. Skuldug heimili hafa beðið í fjögur ár eftir úrræðum frá úrræðalausri ríkisstjórn. Það er bágt til þess að vita að enn sé boðuð bið eftir því að vandi heimilanna verði leystur.Hægt að framkvæma strax Það er þess vegna svo gríðarlega nauðsynlegt að til staðar verði úrræði sem virka strax. Undir eins frá fyrsta degi eftir að lög hafa verið samþykkt á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram slíkar tillögur sem munu lækka skuldir um 20% miðað við 20 milljóna lán og hóflegar fjölskyldutekjur. Þetta færi talsvert langt með að vinna niður forsendubrestinn sem varð með hruni fjármálakerfisins og hækkun verðbótanna. Þetta er ekki ávísun á óljósar hugmyndir sem enginn getur fullyrt um hvenær geti orðið að veruleika. Þetta er vel ígrunduð stefna, útreiknað plagg, sem hægt verður að framkvæma tafarlaust.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun