Oddný á skautum Kristín Guðmundsdóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val?
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar