Er skuldavandi heimilanna staðreynd eða þjóðsaga? 19. apríl 2013 06:00 Ég las nýlega grein á vísir.is sem var skrifuð af Konráð Guðjónssyni, meistaranema í hagfræði. Greinin gaf töluleg rök fyrir því að skuldavandi heimilanna væri ekki meiri á Íslandi í dag en fyrir hrun. Ætlunin hér er að líta með gagnrýnum augum á tölfræðina sem greinin tekur til, ekki færa rök fyrir almennri niðurfellingu skulda. Mín niðurstaða eftir nánari athugun er að því að skuldavandi heimilanna sé sennilega raunverulegri en grein Konráðs segir til um og að réttlætissjónarmið geti sannarlega ráðið því að farið verði í niðurfærslu skulda heimilanna að vel athuguðu máli.Tölfræði milli ára, gagnrýnin sýn Rökfærsluvandi höfundar byrjar strax í vali á tölulegum staðreyndum, þegar hann fer að tína til í fyrsta hluta greinarinnar hlutfall heimila í vanskilum. Hér hefur hann ákveðið að einblína á árin 2004 og 2012 til samanburðar og telur ástandið þessi tvö ár sambærileg. Hérna voru vanskil 9,4% og 10,1% hvort ár. Ef maður gluggar nánar í tölurnar, kemur í ljós að árin 2006-2008 voru vanskil á niðurleið (5,7%, 5,8% og 5,5%) en eftir 2008 taka þau stökk upp á við: 7,1% 2009, 10,0% 2010 og 10,1% 2011. Ef skoðaðar eru sömu tölur eftir tekjuskiptingu, þá hækka vanskilin í öllum flokkum á árunum sem valin eru í greininni nema í efsta (hæstu 20%) tekjuflokknum. Hægt er að færa rök að því að þeir sem síst mega við hækkun húsnæðislána vegna verðbólgu séu út frá þessu verr settir. Höfundur lítur einnig þægilega fram hjá þeirri staðreynd að margir hafa þegar ýmis úrræði hvað varðar skuldir og greiðslufrystingu lána. Að auki lítur hann fram hjá annarri staðreynd, sem er að vanskil eru eitthvað sem flestir hafa slæma samvisku gagnvart og því greiðir þorri fólks lánin sín og húsaleigu tímanlega frekar en að hætta á heimilismissi og ærumissi af að hafa nafn sitt á vanskilaskrá (eða láta lánið falla á ábyrgðarmann). Það minnkar því neyslu á öðrum vörum, sumum óþörfum, öðrum nokkuð þörfum. Maður getur leitt hugann að því hvernig fólk í lægsta fimmtungi tekjuþrepsins, sem rétt svo nær að forðast að lenda vanskilamegin, forgangsraðar sínum peningum – það læðist að mér grunur að þessir einstaklingar nærist meira á hafragraut og skyri en áður var. Tölurnar á vanskilum heimila í lægsta tekjuþrepinu eru 13,9% árið 2004 og heil 17,6% 2012. Hérna ættu flestir að sjá að skuldavandi heimilanna er raunverulegur en ekki mýta eins og virtist ætlunin að sýna fram á. Sömu sögu er að segja af öðrum tölum sem Konráð telur til þegar höfundur segir: „Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum meðalheimilis með húsnæðislán var 20,2% árið 2006, en 18,7% árið 2011.“ Hvernig er það allt í einu nauðsynlegt að bera saman 2006 og 2011, en tölur fyrir 2004 (þó ekki 2012) liggja fyrir, sem hafði fram til þessa í greininni verið samanburðarár. 2004 var talan 17,9% og því um hækkun að ræða ef útgangsárið er það sama og áður, en ekki lækkun eins og greinin lætur það líta út fyrir. Hérna er beinlínis verið að fegra sannleikann. Það eru fleiri gegnumgangandi aðferðafræðilegir gallar í þeim tölum sem Konráð tekur til, en þetta ætti að nægja til að sýna fram á það. Aðrar tölur eru aðgengilegar á vef Hagstofunnar. Um ástandið 2004, þar sem hann meinar að góðæri hafi ríkt segir hann: „Enginn talaði þá um slæmt ástand heimilanna og nauðsyn leiðréttingar.“ Í grein í greinasafni mbl.is fann ég eftir mjög stutta leit eina slíka grein skrifaða af þáverandi þingmanni Samfylkingarinnar, Ágústi Ólafi Ágústssyni, undir yfirskriftinni „Of miklar skuldir hafa sundrað mörgum heimilum“. Og varðandi nauðsyn leiðréttingar á þeim tíma, þá var verðbólgan var 3,2% og því þolanleg greiðendum verðtryggðra lána.Um peningaglýju Í öðrum hluta greinarinnar ræðir höfundur peningaglýju. Hann nefnir að frá 2007 hafi verðlag hækkað um 50,4% en laun hafa hækkað um 40,4% sem hafi því nánast dekkað verðlagshækkunina. Þetta þykir mér sérstakt, einkum í ljósi þess að 50% hækkun á 30.000.000 kr. meðallánshöfuðstól eru 15 milljónir (frá júlí 2007 til dagsins í dag skv. höfundi). Einstaklingur með 300.000 á mánuði útborgað (3,6 m. kr. á ári) og launahækkun upp á 40% á sama tímabili hefur tekjuaukningu á tímabilinu upp á 1,44 m. kr. á ári, nálægt 8,7 m. fyrir árin sex. Vaxtatekjur einstaklingsins eru háðar möguleika hans á að leggja til sparnað. Hvernig höfundur fékk út að þetta væri nokkurn veginn það sama er mér langt í frá skiljanlegt.Tímaverðmæti peninga, verðtrygging og hlutabréfamarkaðurinn Í þriðja hlutanum ruglar höfundur saman verðtryggingu, tímaverðmæti peninga og almennum hlutabréfamarkaði. Lögmálið um tímaverðmæti peninga er að peningar sem ég á í dag eru meira virði en peningar sem ég fæ á morgun, eða eftir ár. Þetta er ástæðan fyrir því að banki greiðir einstaklingi vexti þegar hann leggur peninginn inn á bók (lánar bankanum peninginn) og öfugt þegar bankinn lánar einstaklingi peninga, t.d. til húsnæðiskaupa. Vextirnir eru: a) til að bankinn fái greitt fyrir að láta af hendi í dag pening sem hann fær borgaðan eftir ár (rýrnun peninganna vegna tíma/væntanlegrar verðbólgu). b) viss áhættuþóknun vegna áhættu á vanskilum. Allt við þetta er eðlilegt í þeim skilningi sem samfélagið leggur í bankakerfi dagsins í dag. Þegar verðtrygging kemur til sögunnar getur lánveitandi (tek enn útgangspunkt frá bankans hlið), eftir að verðgildi peninganna er ljóst, leiðrétt höfuðstól/afborganir lánsins eftir á með því að rukka verðbætur. Hérna fer höfundur aftur út af sporinu, þegar hann vitnar í verðbólgu frá lýðveldisstofnun. Þegar „góðæri“ var á Íslandi var verðbólga (vísitala neysluverðs) nokkuð stöðug undir 7% (frá 1991 til 2007) á ársgrundvelli (oftar en ekki undir 5%). Að einhver hafi séð fyrir (og beinlínis reiknað með) að verðbólga gæti hlaupið upp í 12-13% á ársgrundvelli þar sem meðalverðbólga frá lýðveldisstofnun sé um 15% er frekar langsótt staðhæfing, sérstaklega þegar verið er að horfa á hlutina úr sæmilegri fjarlægð úr núinu. Verðbólguspár árið 2007 voru ekki nálægt 15% og verðbólgumarkmið Seðlabankans er enn þann dag í dag 2,5% á ársgrundvelli miðað við vísitölu neysluverðs. Höfundur gleymir einnig að gera ráð fyrir að mörg ár eru inni í þessu meðaltali þar sem verðbólga fór yfir 100%, sem draga þessa tölu ærlega upp. Það er kannski ólíklegt (eins og margir setja fram sem rök í umræðunni) að þetta sé eitt og sér forsendubrestur fyrir lánum sem tekin voru með fullri vitund um verðtryggingu út frá meginreglu samningaréttar um að samninga skuli halda. En sú staða gæti vitanlega komið upp, sem þyrfti ekkert endilega að vera slæm staða séð út frá réttlætishugtakinu (sjá neðst), að það sé pólitískur vilji fyrir hendi að ógilda eða leiðrétta verðtrygginguna gagnvart heimilunum. Bankar og fjármálastofnanir ættu jú oftar en ekki að vera betur í stakk búnir í skjóli sérþekkingu aðila að fjármálamarkaði að takast á við og jafnvel stýra þeirri áhættu sem fylgir ófyrirsjáanlegum hagsveiflum – öllu frekar en venjulegt heimilisfólk í það minnsta, sem bara á sér draum um þak yfir höfuðið. Við verðtryggingu er áhætta á sprengingu í verðbólgu færð frá lánveitanda til lántaka og nafnvextir því alla jafna lágir. Verði verðbólga undir nafnvöxtum er áhættan ekki sérlega mikil frá bæjardyrum lánveitanda þar sem hún lendir oftast undir 5% (einfaldað dæmi: ef nafnvextir eru 5% og raunvextir 3% á lántakandi með verðtryggingu rétt á verðbótum, en ef raunvextir lenda í 7% á lánveitandi rétt á verðbótum). Þar sem verðhjöðnun er undantekningarfyrirbrigði í nútímahagfræði er áhættan niður á við mun lægri en áhættan upp á við, heimilin taka upp á við áhættuna þegar verðtrygging er til staðar. Annað dæmi: Ég tek íbúðarlán. Lánið er verðtryggt, bankinn tekur vexti vegna lánsins sem eiga að dekka áætlaða tímarýrnun fjármagns. Þegar verðtrygging er til staðar og verðbólga fer yfir það sem vænst var tekur bankinn 0% áhættu vegna ófyrirsjáanlegra upp á við breytinga en lántakandi tekur 100%. Þarna eru komin réttlætisrök gegn verðtryggingu, sérstaklega húsnæðislána, þar sem það eru heimilin í landinu sem standa berskjölduð gagnvart ófyrirséðri aukningu á verðbólgu en bankarnir taka einungis áhættu á vanskilahlutanum. Þess vegna biðja bankar um ábyrgð vegna lána og jafnvel veð í fasteigninni. Líkingin við hlutabréfamarkaðinn fékk mig endanlega til að hrista hausinn. Húskaupendur eru fyrst og fremst einmitt það, húskaupendur. Húsnæði þeirra er mögulega stærsta og fyrir suma eina fjárfestingin í lífinu. Fjármálamarkaðir hafa viss lögmál um hagnað og arð sem þeim sem langar til að fjárfesta ber að kynna sér fyrir fram (eins og húsnæðislánþega ber að kynna sér fyrir fram skilmála síns samnings vitaskuld). Á fjármálamarkaði vinnurðu stundum, tapar stundum, það er eðli „leiksins“. Á húsnæðismarkaði ertu á götunni ef þú tapar. Samlíkingin gengur ekki upp vegna þess að lánin eru verðtryggð, en það eru almenn hlutabréf ekki. Ef peningurinn sem þú notaðir til að kaupa hlutabréf fellur í verði verður hagnaðurinn þinn minni eftir því og þú færð ekki verðbætur vegna verðfallsins. Ef peningurinn sem þú lánaðir af bankanum fellur í verði (verðbólga er að éta upp peninginn sem þú borgar bankanum til baka) fær bankinn verðbætur vegna skilmála um verðtryggingu, sem fæstir húsnæðiskaupendur höfðu sérlega mikið val um að taka eða ekki. Ef lánið var óverðtryggt hefðu vextirnir jú verið hærri fyrir fram, en ekki leiðréttanlegir eftir á nema með leiðréttingu nafnvaxta á framtíðarlánum. Sú leiðrétting tæki þá enn fremur mið af verðbólguspá. Hlutabréfamarkaðurinn hefur enn fremur ýmis verkfæri til að „tryggja“ sig gagnvart tapi, sem fjárfestinum er frjálst að velja eða hafna, allt eftir því hvað fjárfestir óskar sér varðandi áætlaðan hagnað og áhættu. Verðtrygging minnkar hvata bankans til að hafna einstaklingi um lán sem hefur sennilega ekki efni á að greiða það til baka ef óvæntir atburðir eiga sér stað, sérstaklega þar sem þeir geta gengið að ábyrgðarmanni eða fasteign þegar annað þrýtur.Réttlætishugtakið Í síðasta hluta greinarinnar vill Konráð leiðrétta misskilning varðandi réttlætishugtakið. Þar setur hann fram fleiri spurningar en hann veitir svör við. Réttlæti er ekki alltaf svarthvítt og heimspekingar hafa án árangurs reynt að komast til botns í því í að minnsta kosti tvö þúsund ár. Ég tel ekki réttlátt (eða vísindalegt) að setja fram fullt af tölum og kalla þær staðreyndir um skuldavanda heimilanna þegar þær eru sérvaldar til að afsanna fyrir fram ákveðna huglæga skoðun. Sérstaklega þegar sú framsetning stenst litla gagnrýni. Á tíðum er notkun Konráðs á upplýsingum vægast sagt frjálsleg. Ég tel ekki sérstaklega réttlátt að einstaklingar séu settir í vandræði af bönkum þegar bankarnir hafa sérþekkingu á fjármálasviði og áhættustjórnun, þekkingu sem hinn almenna lántakanda skortir. Ef við eigum að búast við um eða yfir 15% verðbólgu eins og Konráð vildi meina (og þægilega hunsar ár þar sem óðaverðbólga geisaði sem dregur þetta meðaltal upp, en eftir hans röksemdum getum við hæglega vænst þess að sú staða komi upp aftur), þá er verðtrygging óréttlát ef nafnvextir eru langt undir því, þar sem það tryggir hag bankanna á kostnað heimilanna. Það er engin endanleg stærð mögulegrar verðbólgu, hún gæti allt eins verið 50%, 100%, 500% á ársgrundvelli, ólíklega þó, en nú búum við við meiri verðbólgu en okkur óraði fyrir að gæti orðið þegar við horfðum fram á við á fyrri hluta síðasta áratugar. Ég get því ekki séð neitt óréttlátt við að bankarnir fjármagni almenna niðurfellingu skulda af þeirri einu ástæðu að það sé ekki réttlátt að láta heimili standa undir (fræðilega séð) óendanlegri upp á við áhættu. Réttlætið gæti enn fremur náð fram að ganga ef húsaleigubætur eða húsnæðisbætur yrðu hækkaðar um leið til að hjálpa fólki á leigumarkaði á sambærilegan hátt. Og síðast en ekki síst væri ekki óréttlátt að falla frá verðtryggingu húsnæðislána í framtíðinni og láta bankana um að meta framtíðarhorfur í efnahagsmálum, frekar en lánþega á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég las nýlega grein á vísir.is sem var skrifuð af Konráð Guðjónssyni, meistaranema í hagfræði. Greinin gaf töluleg rök fyrir því að skuldavandi heimilanna væri ekki meiri á Íslandi í dag en fyrir hrun. Ætlunin hér er að líta með gagnrýnum augum á tölfræðina sem greinin tekur til, ekki færa rök fyrir almennri niðurfellingu skulda. Mín niðurstaða eftir nánari athugun er að því að skuldavandi heimilanna sé sennilega raunverulegri en grein Konráðs segir til um og að réttlætissjónarmið geti sannarlega ráðið því að farið verði í niðurfærslu skulda heimilanna að vel athuguðu máli.Tölfræði milli ára, gagnrýnin sýn Rökfærsluvandi höfundar byrjar strax í vali á tölulegum staðreyndum, þegar hann fer að tína til í fyrsta hluta greinarinnar hlutfall heimila í vanskilum. Hér hefur hann ákveðið að einblína á árin 2004 og 2012 til samanburðar og telur ástandið þessi tvö ár sambærileg. Hérna voru vanskil 9,4% og 10,1% hvort ár. Ef maður gluggar nánar í tölurnar, kemur í ljós að árin 2006-2008 voru vanskil á niðurleið (5,7%, 5,8% og 5,5%) en eftir 2008 taka þau stökk upp á við: 7,1% 2009, 10,0% 2010 og 10,1% 2011. Ef skoðaðar eru sömu tölur eftir tekjuskiptingu, þá hækka vanskilin í öllum flokkum á árunum sem valin eru í greininni nema í efsta (hæstu 20%) tekjuflokknum. Hægt er að færa rök að því að þeir sem síst mega við hækkun húsnæðislána vegna verðbólgu séu út frá þessu verr settir. Höfundur lítur einnig þægilega fram hjá þeirri staðreynd að margir hafa þegar ýmis úrræði hvað varðar skuldir og greiðslufrystingu lána. Að auki lítur hann fram hjá annarri staðreynd, sem er að vanskil eru eitthvað sem flestir hafa slæma samvisku gagnvart og því greiðir þorri fólks lánin sín og húsaleigu tímanlega frekar en að hætta á heimilismissi og ærumissi af að hafa nafn sitt á vanskilaskrá (eða láta lánið falla á ábyrgðarmann). Það minnkar því neyslu á öðrum vörum, sumum óþörfum, öðrum nokkuð þörfum. Maður getur leitt hugann að því hvernig fólk í lægsta fimmtungi tekjuþrepsins, sem rétt svo nær að forðast að lenda vanskilamegin, forgangsraðar sínum peningum – það læðist að mér grunur að þessir einstaklingar nærist meira á hafragraut og skyri en áður var. Tölurnar á vanskilum heimila í lægsta tekjuþrepinu eru 13,9% árið 2004 og heil 17,6% 2012. Hérna ættu flestir að sjá að skuldavandi heimilanna er raunverulegur en ekki mýta eins og virtist ætlunin að sýna fram á. Sömu sögu er að segja af öðrum tölum sem Konráð telur til þegar höfundur segir: „Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum meðalheimilis með húsnæðislán var 20,2% árið 2006, en 18,7% árið 2011.“ Hvernig er það allt í einu nauðsynlegt að bera saman 2006 og 2011, en tölur fyrir 2004 (þó ekki 2012) liggja fyrir, sem hafði fram til þessa í greininni verið samanburðarár. 2004 var talan 17,9% og því um hækkun að ræða ef útgangsárið er það sama og áður, en ekki lækkun eins og greinin lætur það líta út fyrir. Hérna er beinlínis verið að fegra sannleikann. Það eru fleiri gegnumgangandi aðferðafræðilegir gallar í þeim tölum sem Konráð tekur til, en þetta ætti að nægja til að sýna fram á það. Aðrar tölur eru aðgengilegar á vef Hagstofunnar. Um ástandið 2004, þar sem hann meinar að góðæri hafi ríkt segir hann: „Enginn talaði þá um slæmt ástand heimilanna og nauðsyn leiðréttingar.“ Í grein í greinasafni mbl.is fann ég eftir mjög stutta leit eina slíka grein skrifaða af þáverandi þingmanni Samfylkingarinnar, Ágústi Ólafi Ágústssyni, undir yfirskriftinni „Of miklar skuldir hafa sundrað mörgum heimilum“. Og varðandi nauðsyn leiðréttingar á þeim tíma, þá var verðbólgan var 3,2% og því þolanleg greiðendum verðtryggðra lána.Um peningaglýju Í öðrum hluta greinarinnar ræðir höfundur peningaglýju. Hann nefnir að frá 2007 hafi verðlag hækkað um 50,4% en laun hafa hækkað um 40,4% sem hafi því nánast dekkað verðlagshækkunina. Þetta þykir mér sérstakt, einkum í ljósi þess að 50% hækkun á 30.000.000 kr. meðallánshöfuðstól eru 15 milljónir (frá júlí 2007 til dagsins í dag skv. höfundi). Einstaklingur með 300.000 á mánuði útborgað (3,6 m. kr. á ári) og launahækkun upp á 40% á sama tímabili hefur tekjuaukningu á tímabilinu upp á 1,44 m. kr. á ári, nálægt 8,7 m. fyrir árin sex. Vaxtatekjur einstaklingsins eru háðar möguleika hans á að leggja til sparnað. Hvernig höfundur fékk út að þetta væri nokkurn veginn það sama er mér langt í frá skiljanlegt.Tímaverðmæti peninga, verðtrygging og hlutabréfamarkaðurinn Í þriðja hlutanum ruglar höfundur saman verðtryggingu, tímaverðmæti peninga og almennum hlutabréfamarkaði. Lögmálið um tímaverðmæti peninga er að peningar sem ég á í dag eru meira virði en peningar sem ég fæ á morgun, eða eftir ár. Þetta er ástæðan fyrir því að banki greiðir einstaklingi vexti þegar hann leggur peninginn inn á bók (lánar bankanum peninginn) og öfugt þegar bankinn lánar einstaklingi peninga, t.d. til húsnæðiskaupa. Vextirnir eru: a) til að bankinn fái greitt fyrir að láta af hendi í dag pening sem hann fær borgaðan eftir ár (rýrnun peninganna vegna tíma/væntanlegrar verðbólgu). b) viss áhættuþóknun vegna áhættu á vanskilum. Allt við þetta er eðlilegt í þeim skilningi sem samfélagið leggur í bankakerfi dagsins í dag. Þegar verðtrygging kemur til sögunnar getur lánveitandi (tek enn útgangspunkt frá bankans hlið), eftir að verðgildi peninganna er ljóst, leiðrétt höfuðstól/afborganir lánsins eftir á með því að rukka verðbætur. Hérna fer höfundur aftur út af sporinu, þegar hann vitnar í verðbólgu frá lýðveldisstofnun. Þegar „góðæri“ var á Íslandi var verðbólga (vísitala neysluverðs) nokkuð stöðug undir 7% (frá 1991 til 2007) á ársgrundvelli (oftar en ekki undir 5%). Að einhver hafi séð fyrir (og beinlínis reiknað með) að verðbólga gæti hlaupið upp í 12-13% á ársgrundvelli þar sem meðalverðbólga frá lýðveldisstofnun sé um 15% er frekar langsótt staðhæfing, sérstaklega þegar verið er að horfa á hlutina úr sæmilegri fjarlægð úr núinu. Verðbólguspár árið 2007 voru ekki nálægt 15% og verðbólgumarkmið Seðlabankans er enn þann dag í dag 2,5% á ársgrundvelli miðað við vísitölu neysluverðs. Höfundur gleymir einnig að gera ráð fyrir að mörg ár eru inni í þessu meðaltali þar sem verðbólga fór yfir 100%, sem draga þessa tölu ærlega upp. Það er kannski ólíklegt (eins og margir setja fram sem rök í umræðunni) að þetta sé eitt og sér forsendubrestur fyrir lánum sem tekin voru með fullri vitund um verðtryggingu út frá meginreglu samningaréttar um að samninga skuli halda. En sú staða gæti vitanlega komið upp, sem þyrfti ekkert endilega að vera slæm staða séð út frá réttlætishugtakinu (sjá neðst), að það sé pólitískur vilji fyrir hendi að ógilda eða leiðrétta verðtrygginguna gagnvart heimilunum. Bankar og fjármálastofnanir ættu jú oftar en ekki að vera betur í stakk búnir í skjóli sérþekkingu aðila að fjármálamarkaði að takast á við og jafnvel stýra þeirri áhættu sem fylgir ófyrirsjáanlegum hagsveiflum – öllu frekar en venjulegt heimilisfólk í það minnsta, sem bara á sér draum um þak yfir höfuðið. Við verðtryggingu er áhætta á sprengingu í verðbólgu færð frá lánveitanda til lántaka og nafnvextir því alla jafna lágir. Verði verðbólga undir nafnvöxtum er áhættan ekki sérlega mikil frá bæjardyrum lánveitanda þar sem hún lendir oftast undir 5% (einfaldað dæmi: ef nafnvextir eru 5% og raunvextir 3% á lántakandi með verðtryggingu rétt á verðbótum, en ef raunvextir lenda í 7% á lánveitandi rétt á verðbótum). Þar sem verðhjöðnun er undantekningarfyrirbrigði í nútímahagfræði er áhættan niður á við mun lægri en áhættan upp á við, heimilin taka upp á við áhættuna þegar verðtrygging er til staðar. Annað dæmi: Ég tek íbúðarlán. Lánið er verðtryggt, bankinn tekur vexti vegna lánsins sem eiga að dekka áætlaða tímarýrnun fjármagns. Þegar verðtrygging er til staðar og verðbólga fer yfir það sem vænst var tekur bankinn 0% áhættu vegna ófyrirsjáanlegra upp á við breytinga en lántakandi tekur 100%. Þarna eru komin réttlætisrök gegn verðtryggingu, sérstaklega húsnæðislána, þar sem það eru heimilin í landinu sem standa berskjölduð gagnvart ófyrirséðri aukningu á verðbólgu en bankarnir taka einungis áhættu á vanskilahlutanum. Þess vegna biðja bankar um ábyrgð vegna lána og jafnvel veð í fasteigninni. Líkingin við hlutabréfamarkaðinn fékk mig endanlega til að hrista hausinn. Húskaupendur eru fyrst og fremst einmitt það, húskaupendur. Húsnæði þeirra er mögulega stærsta og fyrir suma eina fjárfestingin í lífinu. Fjármálamarkaðir hafa viss lögmál um hagnað og arð sem þeim sem langar til að fjárfesta ber að kynna sér fyrir fram (eins og húsnæðislánþega ber að kynna sér fyrir fram skilmála síns samnings vitaskuld). Á fjármálamarkaði vinnurðu stundum, tapar stundum, það er eðli „leiksins“. Á húsnæðismarkaði ertu á götunni ef þú tapar. Samlíkingin gengur ekki upp vegna þess að lánin eru verðtryggð, en það eru almenn hlutabréf ekki. Ef peningurinn sem þú notaðir til að kaupa hlutabréf fellur í verði verður hagnaðurinn þinn minni eftir því og þú færð ekki verðbætur vegna verðfallsins. Ef peningurinn sem þú lánaðir af bankanum fellur í verði (verðbólga er að éta upp peninginn sem þú borgar bankanum til baka) fær bankinn verðbætur vegna skilmála um verðtryggingu, sem fæstir húsnæðiskaupendur höfðu sérlega mikið val um að taka eða ekki. Ef lánið var óverðtryggt hefðu vextirnir jú verið hærri fyrir fram, en ekki leiðréttanlegir eftir á nema með leiðréttingu nafnvaxta á framtíðarlánum. Sú leiðrétting tæki þá enn fremur mið af verðbólguspá. Hlutabréfamarkaðurinn hefur enn fremur ýmis verkfæri til að „tryggja“ sig gagnvart tapi, sem fjárfestinum er frjálst að velja eða hafna, allt eftir því hvað fjárfestir óskar sér varðandi áætlaðan hagnað og áhættu. Verðtrygging minnkar hvata bankans til að hafna einstaklingi um lán sem hefur sennilega ekki efni á að greiða það til baka ef óvæntir atburðir eiga sér stað, sérstaklega þar sem þeir geta gengið að ábyrgðarmanni eða fasteign þegar annað þrýtur.Réttlætishugtakið Í síðasta hluta greinarinnar vill Konráð leiðrétta misskilning varðandi réttlætishugtakið. Þar setur hann fram fleiri spurningar en hann veitir svör við. Réttlæti er ekki alltaf svarthvítt og heimspekingar hafa án árangurs reynt að komast til botns í því í að minnsta kosti tvö þúsund ár. Ég tel ekki réttlátt (eða vísindalegt) að setja fram fullt af tölum og kalla þær staðreyndir um skuldavanda heimilanna þegar þær eru sérvaldar til að afsanna fyrir fram ákveðna huglæga skoðun. Sérstaklega þegar sú framsetning stenst litla gagnrýni. Á tíðum er notkun Konráðs á upplýsingum vægast sagt frjálsleg. Ég tel ekki sérstaklega réttlátt að einstaklingar séu settir í vandræði af bönkum þegar bankarnir hafa sérþekkingu á fjármálasviði og áhættustjórnun, þekkingu sem hinn almenna lántakanda skortir. Ef við eigum að búast við um eða yfir 15% verðbólgu eins og Konráð vildi meina (og þægilega hunsar ár þar sem óðaverðbólga geisaði sem dregur þetta meðaltal upp, en eftir hans röksemdum getum við hæglega vænst þess að sú staða komi upp aftur), þá er verðtrygging óréttlát ef nafnvextir eru langt undir því, þar sem það tryggir hag bankanna á kostnað heimilanna. Það er engin endanleg stærð mögulegrar verðbólgu, hún gæti allt eins verið 50%, 100%, 500% á ársgrundvelli, ólíklega þó, en nú búum við við meiri verðbólgu en okkur óraði fyrir að gæti orðið þegar við horfðum fram á við á fyrri hluta síðasta áratugar. Ég get því ekki séð neitt óréttlátt við að bankarnir fjármagni almenna niðurfellingu skulda af þeirri einu ástæðu að það sé ekki réttlátt að láta heimili standa undir (fræðilega séð) óendanlegri upp á við áhættu. Réttlætið gæti enn fremur náð fram að ganga ef húsaleigubætur eða húsnæðisbætur yrðu hækkaðar um leið til að hjálpa fólki á leigumarkaði á sambærilegan hátt. Og síðast en ekki síst væri ekki óréttlátt að falla frá verðtryggingu húsnæðislána í framtíðinni og láta bankana um að meta framtíðarhorfur í efnahagsmálum, frekar en lánþega á húsnæðismarkaði.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun