Agnes og Víðir byggðu draumahúsið í skíðaparadís á Ísafirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2020 21:00 Agnes Aspelund og Víðir Ísfeld Ingþórsson ásamt börnum sínum fyrir utan húsið á meðan framkvæmdunum stóð. Mynd/Agnes Aspelund Agnes Aspelund fékk áhuga á hönnun og arkitektúr í vöggugjöf. Hún innréttar nú fallegt einbýlishús á Ísafirði umvafið gönguskíðabraut. Faðir Agnesar hannaði húsið en ferlið hefur tekið alls tvö ár. „Ég bý með manninum mínum Víði Ísfeld Ingþórssyni ásamt börnunum okkar tveimur Hallvarði og Kristínu á Ísafirði. Við eigum og rekum fisksöluna Nora Seafood og Fiskinn heim, heimsendingu á sjávarfangi. Þetta er í fyrsta skipti sem við Víðir höfum byggt hús en við fengum mikla aðstoð frá föður mínum Hallvarði Aspelund arkitekt sem teiknaði og hannaði húsið“ Stóri glugginn í stofunni stelur algjörlega senunni. Nálægð við náttúruna Húsið steinsteypt úr Nudura yleiningum. Það er 200 fermetrar á stærð og á einni hæð. „Þetta byrjaði í rauninni allt á því að foreldrar mínir byggðu sér hús í sömu götu og við vorum að byggja í, þau byggðu sitt hús árið 2005. Ég fékk að fylgjast með því ferli og bjó svo í því húsi með foreldrum mínum og systir þangað til ég flutti inn með Víði árið 2011. Þetta er einstakt svæði, það er stutt í alla útivist, það er golfvöllur nánast í bakgarðinum. Maður horfir upp á svigskíðasvæði út um stofugluggann. Það er troðin frábær gönguskíðabraut kringum allt hverfið á veturna og svo er göngustígur sem liggur inn í Tunguskóg við hliðina á húsinu okkar. Hér líður okkur mjög vel, það er gott fólk í hverfinu og við erum í mikilli nálægð við náttúruna. Það besta er auðvitað að búa nálægt foreldrum mínum og börnin okkar Víðis eru dugleg að skjótast á milli húsa sem þeim finnst æði.” Mikið er um svört smáatriði í húsinu, þar á meðal öll blöndunartæki.Mynd/Agnes Aspelund Lóðin er rétt rúmir 1020 fermetrar og þegar Agnes og Víðir keyptu hana þá voru þar sökklar sem þurfti að breyta og stækka áður en þau gátu byrjað. „Það fyrsta sem við gerðum var að sjálfsögðu að kaupa lóðina og fá teikningarnar samþykktar, fá almennilega kostnaðaráætlun og athuga hvort verktaki væri laus í verkið. Næsta verk var að láta stækka sökkulinn í samræmi við teikningarnar en sá sem var fyrir á lóðinni var gerður fyrir minna og öðruvísi hús heldur en okkar, næst þurfti að skipta um brunna og steypa plötu.“ Kristín, tveggja ára, á þetta fallega herbergi þar sem pöndur eru í aðalhlutverki.Mynd/Agnes Aspelund Húsið er ekki fullklárað en Agnes nýtur þess að nostra við hvern fermeter. „Ferlið er búið að taka um tvö ár frá því við byrjuðum á að láta stækka sökkulinn en ennþá er ýmislegt eftir ógert eins og að setja steiningu og múra húsið að utan og gera lóðina fína. Svo eigum við eftir klára bílskúrinn og fleira.“ Agnes segir að allt hafi gengið vel og nokkuð áfallalaust. „Það hafa nokkrum sinnum orðið einhver mistök sem hefur sem betur fer verið hægt að leiðrétta. Ætli það hafi ekki verið erfiðast þegar urðu mistök sem hefði verið hægt að forðast en við þurftum að borga brúsann við leiðréttingar.“ Ófyrirséður kostnaður fljótur að telja Agnes segir að besti hlutinn við þetta ferli hafi verið öll innanhússhönnunin. „Mér fannst skemmtilegt að skoða mismunandi innréttingar, gólfefni, borðplötur, liti og samsetningar og finna út hvað okkur fannst passa best við okkar stíl og húsið. Víðir maðurinn minn hefur líka mjög svipaðan smekk og ég og það kom okkur skemmtilega á óvart að við vorum sammála um langflest innanhúss val.“ Eldhúsborðið keypti Agnes í IKEA. Hún lakkaði það svo svart svo það hentaði þeirra stíl betur.Mynd/Agnes Aspelund Þau voru ekki með neina tímaáætlun og miðuðu bara við það hvernig verkið gekk hverju sinni. „Það sem kom okkur á óvart er held ég það sem kemur flestum á óvart, þó að allir vari við því það er ófyrirséður framkvæmdakostnaður alls staðar sem er fljótur að telja.“ Fyrsta árið bjó fjölskyldan í raðhúsinu sem þau áttu áður en svo ákváðu þau að selja það til þess að fjármagna framkvæmdirnar. „Við vorum svo heppin að Sólveig móðuramma mín var svo góð að skjóta skjólþaki yfir okkur og leyfði okkur fjögurra manna fjölskyldunni að búa í séríbúð á neðri hæðinni í húsinu hennar í heilt ár meðan við kláruðum að byggja.“ Parketið skapaði karakter Í lok mars á þessu ári fluttu þau svo loksins inn í draumahúsið sitt. „Það var frábær tilfinning og við fengum eiginlega ákveðið spennufall, við vorum búin að vera í tvö ár i þessu ferli og maður heldur eiginlega að það komi aldrei að innflutningi. Sonur okkar sem er að verða fimm ára sagði einmitt „Ég hélt við myndum aldrei flytja” daginn eftir flutninga, enda búið að vera standa í þessu nánast helminginn af hans ævi. Það var semsagt ljúf tilfinning fyrir okkur öll að flytja í húsið okkar.“ Hallvarður fjögurra ára á þetta græna herbergi. Hann var byrjaður að efast um að húsið yrði nokkurn tíman tilbúið.Mynd/Agnes Aspelund Hún segir að stofan sé í miklu uppáhaldi, stóru gluggarnir og útsýnið í allar áttir. „Ég er mjög ánægð með allt saman, mér finnst húsið mjög heilt i gegn og öll rýmin tala saman. Við erum mjög ánægð með svörtu Prato innréttingarnar frá Kvik sem við erum með eins i öllu húsinu. Kvarts borðplöturnar og sérsmíðuðu vaskarnir setja punktinn yfir „i-ið“ og svo er ég mjög ánægð með eikarparketið í fiskibeinsmynstri en mér finnst það skapa hlýleika og karakter í húsinu.“ Agnes segist vera með frekar dökkan skandinavískan smekk. „Ég vil helst ekki eiga of mikið af hlutum og reyni að safna bara því sem ég sé fyrir mér að eiga næstu 40 til 50 árin. Þess vegna reynum við eftir fremsta megni að kaupa okkur vönduð tímalaus húsgögn og ljós.“ Innréttingarnar í þvottahúsinu eru svartar eins og í eldhúsinu.Mynd/Agnes Aspelund Heimsókn með Sindra í uppáhaldi „Foreldrar mínir hafa mikinn áhuga á hönnun, þau byrjuðu snemma að deila sínum áhuga með mér, svo ég hef alltaf verið meðvituð um innanhúss hönnun, húsgögn og hönnuði. Áhuginn fyrir því að hafa fallegt heimili byrjaði svo þegar við keyptum okkar fyrstu eign, en hann hefur bara aukist í því ferli að innrétta húsið okkar. Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa hönnunarblöð og bækur, horfa á þætti um hús og heimili, lesa um arkitektúr og byggingarstíl. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn er Heimsókn með Sindra, maður fær margar skemmtilegar hugmyndir þaðan.“ Agnes hefur haldið utan um framkvæmdirnar á Instagram síðunni @agnesaspelund1, bæði húsbyggingunni og innréttingarferlið. „Svo ef fólk hefur áhuga á húsbyggingu, heimilum og hönnun þá er hægt að fylgjast með á Instagram síðunni minni “ Hús og heimili Tíska og hönnun Ísafjarðarbær Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Agnes Aspelund fékk áhuga á hönnun og arkitektúr í vöggugjöf. Hún innréttar nú fallegt einbýlishús á Ísafirði umvafið gönguskíðabraut. Faðir Agnesar hannaði húsið en ferlið hefur tekið alls tvö ár. „Ég bý með manninum mínum Víði Ísfeld Ingþórssyni ásamt börnunum okkar tveimur Hallvarði og Kristínu á Ísafirði. Við eigum og rekum fisksöluna Nora Seafood og Fiskinn heim, heimsendingu á sjávarfangi. Þetta er í fyrsta skipti sem við Víðir höfum byggt hús en við fengum mikla aðstoð frá föður mínum Hallvarði Aspelund arkitekt sem teiknaði og hannaði húsið“ Stóri glugginn í stofunni stelur algjörlega senunni. Nálægð við náttúruna Húsið steinsteypt úr Nudura yleiningum. Það er 200 fermetrar á stærð og á einni hæð. „Þetta byrjaði í rauninni allt á því að foreldrar mínir byggðu sér hús í sömu götu og við vorum að byggja í, þau byggðu sitt hús árið 2005. Ég fékk að fylgjast með því ferli og bjó svo í því húsi með foreldrum mínum og systir þangað til ég flutti inn með Víði árið 2011. Þetta er einstakt svæði, það er stutt í alla útivist, það er golfvöllur nánast í bakgarðinum. Maður horfir upp á svigskíðasvæði út um stofugluggann. Það er troðin frábær gönguskíðabraut kringum allt hverfið á veturna og svo er göngustígur sem liggur inn í Tunguskóg við hliðina á húsinu okkar. Hér líður okkur mjög vel, það er gott fólk í hverfinu og við erum í mikilli nálægð við náttúruna. Það besta er auðvitað að búa nálægt foreldrum mínum og börnin okkar Víðis eru dugleg að skjótast á milli húsa sem þeim finnst æði.” Mikið er um svört smáatriði í húsinu, þar á meðal öll blöndunartæki.Mynd/Agnes Aspelund Lóðin er rétt rúmir 1020 fermetrar og þegar Agnes og Víðir keyptu hana þá voru þar sökklar sem þurfti að breyta og stækka áður en þau gátu byrjað. „Það fyrsta sem við gerðum var að sjálfsögðu að kaupa lóðina og fá teikningarnar samþykktar, fá almennilega kostnaðaráætlun og athuga hvort verktaki væri laus í verkið. Næsta verk var að láta stækka sökkulinn í samræmi við teikningarnar en sá sem var fyrir á lóðinni var gerður fyrir minna og öðruvísi hús heldur en okkar, næst þurfti að skipta um brunna og steypa plötu.“ Kristín, tveggja ára, á þetta fallega herbergi þar sem pöndur eru í aðalhlutverki.Mynd/Agnes Aspelund Húsið er ekki fullklárað en Agnes nýtur þess að nostra við hvern fermeter. „Ferlið er búið að taka um tvö ár frá því við byrjuðum á að láta stækka sökkulinn en ennþá er ýmislegt eftir ógert eins og að setja steiningu og múra húsið að utan og gera lóðina fína. Svo eigum við eftir klára bílskúrinn og fleira.“ Agnes segir að allt hafi gengið vel og nokkuð áfallalaust. „Það hafa nokkrum sinnum orðið einhver mistök sem hefur sem betur fer verið hægt að leiðrétta. Ætli það hafi ekki verið erfiðast þegar urðu mistök sem hefði verið hægt að forðast en við þurftum að borga brúsann við leiðréttingar.“ Ófyrirséður kostnaður fljótur að telja Agnes segir að besti hlutinn við þetta ferli hafi verið öll innanhússhönnunin. „Mér fannst skemmtilegt að skoða mismunandi innréttingar, gólfefni, borðplötur, liti og samsetningar og finna út hvað okkur fannst passa best við okkar stíl og húsið. Víðir maðurinn minn hefur líka mjög svipaðan smekk og ég og það kom okkur skemmtilega á óvart að við vorum sammála um langflest innanhúss val.“ Eldhúsborðið keypti Agnes í IKEA. Hún lakkaði það svo svart svo það hentaði þeirra stíl betur.Mynd/Agnes Aspelund Þau voru ekki með neina tímaáætlun og miðuðu bara við það hvernig verkið gekk hverju sinni. „Það sem kom okkur á óvart er held ég það sem kemur flestum á óvart, þó að allir vari við því það er ófyrirséður framkvæmdakostnaður alls staðar sem er fljótur að telja.“ Fyrsta árið bjó fjölskyldan í raðhúsinu sem þau áttu áður en svo ákváðu þau að selja það til þess að fjármagna framkvæmdirnar. „Við vorum svo heppin að Sólveig móðuramma mín var svo góð að skjóta skjólþaki yfir okkur og leyfði okkur fjögurra manna fjölskyldunni að búa í séríbúð á neðri hæðinni í húsinu hennar í heilt ár meðan við kláruðum að byggja.“ Parketið skapaði karakter Í lok mars á þessu ári fluttu þau svo loksins inn í draumahúsið sitt. „Það var frábær tilfinning og við fengum eiginlega ákveðið spennufall, við vorum búin að vera í tvö ár i þessu ferli og maður heldur eiginlega að það komi aldrei að innflutningi. Sonur okkar sem er að verða fimm ára sagði einmitt „Ég hélt við myndum aldrei flytja” daginn eftir flutninga, enda búið að vera standa í þessu nánast helminginn af hans ævi. Það var semsagt ljúf tilfinning fyrir okkur öll að flytja í húsið okkar.“ Hallvarður fjögurra ára á þetta græna herbergi. Hann var byrjaður að efast um að húsið yrði nokkurn tíman tilbúið.Mynd/Agnes Aspelund Hún segir að stofan sé í miklu uppáhaldi, stóru gluggarnir og útsýnið í allar áttir. „Ég er mjög ánægð með allt saman, mér finnst húsið mjög heilt i gegn og öll rýmin tala saman. Við erum mjög ánægð með svörtu Prato innréttingarnar frá Kvik sem við erum með eins i öllu húsinu. Kvarts borðplöturnar og sérsmíðuðu vaskarnir setja punktinn yfir „i-ið“ og svo er ég mjög ánægð með eikarparketið í fiskibeinsmynstri en mér finnst það skapa hlýleika og karakter í húsinu.“ Agnes segist vera með frekar dökkan skandinavískan smekk. „Ég vil helst ekki eiga of mikið af hlutum og reyni að safna bara því sem ég sé fyrir mér að eiga næstu 40 til 50 árin. Þess vegna reynum við eftir fremsta megni að kaupa okkur vönduð tímalaus húsgögn og ljós.“ Innréttingarnar í þvottahúsinu eru svartar eins og í eldhúsinu.Mynd/Agnes Aspelund Heimsókn með Sindra í uppáhaldi „Foreldrar mínir hafa mikinn áhuga á hönnun, þau byrjuðu snemma að deila sínum áhuga með mér, svo ég hef alltaf verið meðvituð um innanhúss hönnun, húsgögn og hönnuði. Áhuginn fyrir því að hafa fallegt heimili byrjaði svo þegar við keyptum okkar fyrstu eign, en hann hefur bara aukist í því ferli að innrétta húsið okkar. Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa hönnunarblöð og bækur, horfa á þætti um hús og heimili, lesa um arkitektúr og byggingarstíl. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn er Heimsókn með Sindra, maður fær margar skemmtilegar hugmyndir þaðan.“ Agnes hefur haldið utan um framkvæmdirnar á Instagram síðunni @agnesaspelund1, bæði húsbyggingunni og innréttingarferlið. „Svo ef fólk hefur áhuga á húsbyggingu, heimilum og hönnun þá er hægt að fylgjast með á Instagram síðunni minni “
Hús og heimili Tíska og hönnun Ísafjarðarbær Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira