Íslenska Borgen Einar Freyr Elínarson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun