Ívar: Skoðun annarra snertir mig lítið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 14:26 Ívar Ingimarsson í sínum síðasta landsleik á Laugardalsvelli, gegn Lettum í síðasta mánuði. Mynd/Daníel Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum." Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum."
Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira