Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:36 Flugfélög þurfa að búa sig undir dýfu. Getty/ Paula Bronstein Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. Ný úttekt samtakanna ber með sér að miðað við núverandi útbreiðslu megi ætla að tekjur flugfélaga dragist saman um 63 milljarða dala, rúmlega 8000 milljarða króna. Tapið geti þó orðið tvöfalt meira, takist ekki að stemma stigu við útbreiðslunni. IATA fylgist nú náið með kórónuveirunni sem hefur haft áhrif á ferðavenjur fólks, og um leið flugsamgöngur, allt frá fyrsta smiti. Til að mynda var eitt fyrsta úrræði sem kínversk stjórnvöld gripu til í baráttu sinni við útbreiðsluna að takmarka verulega hópferðir Kínverja. Það eru því ekki nema tvær vikur síðan IATA sendi síðast frá sér spá um vænt áhrif útbreiðslunnar á flugfélög heimsins. Sú bar með sér að tapið gæti numið næstum 30 milljörðum dala, um 4000 milljörðum króna, en sú áætlun gerði ráð fyrir að kórónuveiran myndi einna helsta hafa áhrif á markaði sem tengist flugsamgöngum í og við Kína. IATA telur hins vegar að sú spá sé úrelt með öllu enda hefur kórónuveiran nú greinst í rúmlega 80 löndum. Áhrif veirunnar á flugsamgöngur verði því umtalsvert meiri en upphaflega var óttast. #COVID19: depending on how the #coronavirus spreads, airline industry could face up to $113 billion in lost revenues in 2020: https://t.co/1T3ET4D7C5pic.twitter.com/pL9D6qaMwq— IATA (@IATA) March 5, 2020 Áhrifin eru þegar komin fram; virði hlutabréfa í flugfélögum hafa að meðaltali fallið um fjórðung síðan að faraldurinn hófst og þá lagði breska flugfélagið Flybe upp laupana í morgun. Kórónuveiran veitti þar náðarhöggið eftir þungan rekstur undanfarna mánuði. IATA taldi því rétt að uppfæra spár sínar og kynntu samtökin niðurstöður sínar í morgun. Tap flugfélaga verði líklega um tvöfalt meira en upphaflega var gert ráð fyrir, að því gefnu að kórónuveiran breiðist ekki mikið meira út en hún hefur nú þegar gert. Takist það hins vegar ekki megi flugfélög, sem starfa á mörkuðum þar sem nú þegar hafa greinst hið minnsta 10 smit, vænta þess að tapið verði nær 113 milljörðum dala, næstum 14.500 milljarðar króna. Það jafngildir um fimmtungi allra farþegatekna á heimsvísu. Höggið yrði sambærilegt samdrættinum sem fylgdi alþjóðulegu fjármálakreppunni fyrir rúmlega áratug. Nánar má fræðast um aðferðafræði og forsendur IATA í skýrslu samtakanna, sem má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flybe farið á hausinn Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært. 5. mars 2020 06:49 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. Ný úttekt samtakanna ber með sér að miðað við núverandi útbreiðslu megi ætla að tekjur flugfélaga dragist saman um 63 milljarða dala, rúmlega 8000 milljarða króna. Tapið geti þó orðið tvöfalt meira, takist ekki að stemma stigu við útbreiðslunni. IATA fylgist nú náið með kórónuveirunni sem hefur haft áhrif á ferðavenjur fólks, og um leið flugsamgöngur, allt frá fyrsta smiti. Til að mynda var eitt fyrsta úrræði sem kínversk stjórnvöld gripu til í baráttu sinni við útbreiðsluna að takmarka verulega hópferðir Kínverja. Það eru því ekki nema tvær vikur síðan IATA sendi síðast frá sér spá um vænt áhrif útbreiðslunnar á flugfélög heimsins. Sú bar með sér að tapið gæti numið næstum 30 milljörðum dala, um 4000 milljörðum króna, en sú áætlun gerði ráð fyrir að kórónuveiran myndi einna helsta hafa áhrif á markaði sem tengist flugsamgöngum í og við Kína. IATA telur hins vegar að sú spá sé úrelt með öllu enda hefur kórónuveiran nú greinst í rúmlega 80 löndum. Áhrif veirunnar á flugsamgöngur verði því umtalsvert meiri en upphaflega var óttast. #COVID19: depending on how the #coronavirus spreads, airline industry could face up to $113 billion in lost revenues in 2020: https://t.co/1T3ET4D7C5pic.twitter.com/pL9D6qaMwq— IATA (@IATA) March 5, 2020 Áhrifin eru þegar komin fram; virði hlutabréfa í flugfélögum hafa að meðaltali fallið um fjórðung síðan að faraldurinn hófst og þá lagði breska flugfélagið Flybe upp laupana í morgun. Kórónuveiran veitti þar náðarhöggið eftir þungan rekstur undanfarna mánuði. IATA taldi því rétt að uppfæra spár sínar og kynntu samtökin niðurstöður sínar í morgun. Tap flugfélaga verði líklega um tvöfalt meira en upphaflega var gert ráð fyrir, að því gefnu að kórónuveiran breiðist ekki mikið meira út en hún hefur nú þegar gert. Takist það hins vegar ekki megi flugfélög, sem starfa á mörkuðum þar sem nú þegar hafa greinst hið minnsta 10 smit, vænta þess að tapið verði nær 113 milljörðum dala, næstum 14.500 milljarðar króna. Það jafngildir um fimmtungi allra farþegatekna á heimsvísu. Höggið yrði sambærilegt samdrættinum sem fylgdi alþjóðulegu fjármálakreppunni fyrir rúmlega áratug. Nánar má fræðast um aðferðafræði og forsendur IATA í skýrslu samtakanna, sem má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flybe farið á hausinn Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært. 5. mars 2020 06:49 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flybe farið á hausinn Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært. 5. mars 2020 06:49