Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 14:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira